Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 16
En einn góðan veðurdag bárust honum gleðilegar fréttir. Giovanna lét þau boð berast til hans, að hún væri fús til að leysa hann úr haldi gegn því, — að hann kvæntist henni! Hvað gerir maður ekki til að endurgjalda frelsið ? Roland tók boðinu eins og sendingu frá himnum, og lausnarféð var greitt. Hann hélt þegar af stað til Messína, þar sem hann gekk á fund Giovönnu og jós yfir hana þakklæti sínu og ástarjátningum . . . nema hvað hann minntist ekki einu orði á hjúskap. Þótt Giovönnu væri það móti skapi, varð hún sjálf að minna hann á það að fyrra bragði. En hann færðst undan, þegar hér var komið, og setti fyrir sig konunglegan upp- runa sinn. Að vissu leyti yrði honum þetta mikil ánægja, o. s. frv., en ... Giovanna, sem var stórlega særð og móðguð, lét málið ganga fyrir dómstól- ana, og dómurinn féll henni í vil. Roland var dæmddur til að standa við loforð sitt. Þar sem hann var nú neyddur til að upp- fylla lagalega skyldu. fór hann á fund Giovönnu með fríðu föruneyti, og Gio- vanna tók á móti honum í bezta skarti sínu eins og sannkölluð drottning. En varla hafði Roland beðið hana afsökunar með kurteislegasta og formlegasta orðalagi — og um leið beðið um hönd hennar —- en hun greip fram í fyrir honum og sagði: „Ég er yður þakklát, herra. Ég hef feng- ið uppreisn æru minnar, eins og ég óskaoi, og nú leysi ég yður undan skyldukvöð yðal fyrri orða. Ekki óska ég mér eiginmanns, þótt af konunglegri ætt sé, sem ekki sten - ur af fúsum vilja við orð sín, — og alls ek eftir að nafn hans er flekkað með töpu ' um málaferlum. Lausnarféð veiti ég y®111. sem gjöf.“ Að svo mæltu sneri hún baki við aðalsmanninum, orðlausum og ra þrota. Þennan sama dag gekk hún — ei . _ þeirrar tíðar siðvenju — í klaustur. EfÞ1 stóð Roland. án stúlkunnar, sem eitt smn hafði staðið honum til boða, — og án aU ' æfanna, sem hann gerði sér vonir um að a með henni. En ekki var öll nótt úti; meira átti eftn að ske: Hálfu ári síðar kom Giovanna aí ur úr klaustrinu og tók upp borgaralega lifnaðarhætti. Þegar Roland frétti Þa ’ vaknaði hjá honum ný von. Bróðir hal1^ hafði algjörlega snúið við honum baki, 0 óregla hans hafði komið honum á vonal, völ. Kannski gæti hann tekið upp samba111 við Giovönnu að nýju? — En aftur vaI^ hann fyrir sárustu vonbrigðum. Giova111 ‘ gifti sig að vísu, fyrir framan nefið á ho11 um, svo að segja, — því hún giftist fyrrvei andi þjóni hans, Goupil. < Sterkur má dýratamn- ingamaðurinn vera, að geta borið ísl)jörninn svona á herðunum. Kraginn við haus- inn er til j)ess gerður að björninn geti ekki hreyft l)ausinn og verður j>ví svifa- seinn til að bita. ☆ Stúlkan sagði: „Kærastinn viidi ekki koma með, svo ég bauð frænda bans í staðinn." > 104 *

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.