Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 32
„Ég óttast það ekki.“ „Hvað er það þá?“ spurði hún. „Honum er kunnugt um helgasta leynd- armál mitt.“ „Þú þarft ekkert að óttast. Hann gerist ekki svikari. Ég hef reynzt honum ótrú, og samt óttast ég hann ekki. Én ég hefði stungið rýtingi mínum í hjarta hans, ef hann hefði reynzt mér ótrúr. Svo langt gengur ást mín.“ „Þetta er óttalegt!“ „Þér þarf ekki að stafa nein ógn af mér, því að þú berð ástarhug til mín. — Ég fórna engu, læt ekkert það af hendi fyrir fáein augnablik, sem ég aðeins veiti unn- usta mínum! Ég reynist þeim manni trú, sem ég hef valið mér. Ég hef ekki kosið mér höfuðsmanninn. Örlög okkar tvinn- uðust saman. Nú hefur mér borizt tæki- færi til að slíta af mér hlekkina. Ég elska þig og gef mig þér algerlega á vald. Elsk- aðu mig á asma hátt og ég elska þig, þá verðum við bæði hamingjusöm.“ Hún talaði til hans hljómfagurri röddu og faðmaði hann að sér. Rinaldo var sem í draumi, þegar hann kom aftur til íbúðar sinnar. Hann var hræddur um, að nú mundi höfuðsmaður- inn koma aftur í heimsókn, en ekkert bar við. Þannig liðu þrír dagar. Hann varð ekki var við höfuðsmanninn og fékk engin skilaboð frá konunni, sem hann elskaði. Á fjórða degi gekk hann annars hugar til hafnarinnar. Fallbyssuskot boðuðu skipskomu. Báti var skotið út, og farþeg- arnir stigu á land. Rinaldo reikaði um meðal framandi fólks, bæði sjómanna og burðarkarla. Skyndilega var örmum vafið um hann aftan frá. Hann sneri sér við, og Rósa í dularklæðum karlmanns kastaði sér í faðm hans. Hann varð máttlaus af undrun og ótta. Tárin runnu niður kinnar Rósu, og hún hrópaði ofsaglöð: „Guði sé lof, að ég er búin að finna þig.“ Til þess að vekja ekki athygli, þá fór Rinaldo með hana til íbúðar sinnar. Tvö koffort voru borin á eftir henni. Rinaldo sendi þjón sinn burt og læsti dyrunum. Þegar Rósa hafði jafnað sig nokkuð, hóf hún frásögn sína: „Ég var svo heppinn að komast undan á þessum hræðilegu dögum, þegar á okku1’ var ráðizt úr öllum áttum. Ég flý®1 1 fjalla og komst loks til Avezzo, þar sein ég fékk húsaskjól hjá gamalli konu. 0 1 og áhyggjur höfðu svo slæm áhrif á ung- að ég veiktist og barnið fæddist fyi'ú’ ^Þ1 ann. Lífsorka mín yfirbugaði veikindin. bg var varla búin að ná mér, þegar ég fy mér til Livorno, þar sem ég gekk á skip1’ fjöl með þeim fasta ásetningi að kanna undirheima Neapel, þar sem ég var vlSS um að finna þig. Lof og dýrð sé meyju. í þessum koffortum er eins mik1 af hinum fólgnu fjársjóðum í Appennin8 fjöllum og ég gat fundið. Ég er því mJ° fegin, að ég skuli geta fengið þér Þa hendur.“ Rinaldo faðmaði hana blíðlega að ?el tYI PO og endurgalt henni tryggð hennar n óteljandi kossum. Hann ákvað á ÞeS!a|t stundu að fara á burt frá Neapel eins fl.l° og hægt væri. „Nú er ég svo ríkur og hamingjusam1 þín vegna, kæra stúlkan mín,“ sagði han ^ fagnandi. „Þú átt líka að verða hamingJ11 söm með mér.“ Rósa var þreytt eftir langa ferð og lagð- ist því til hvíldar. Þá kom þjónustustu ^ hinnar fallegu, ókunnu konu aftur til R aldos og færði honum þennan bréfmiðu ■ „Þín heittelskaða, sem þú skalt Olimpiu, óskar eftir því að fá að s- þig. Stúlkan mun leiða þig á fl'n hennar.“ Rinaldo hugsaði sig um stundarko^- Hann óttaðist hefnd af hálfu þessarar a úðlegu konu, en ákvað að fara með s u^ unni til þess að vekja engar grunsem Farið var með hann í hús eitt s^anlu^. undan, en þar beið Olimpia hans í gÞra , legu herbergi. Fötin, sem hún var klæ ' voru í minna lagi, og móttökur hennar kenndust af svo taumlausri ástríðu, a P hlyti að hafa gert hina hugdeigustu d.iai ^ Rinaldo tók á öllu, sem hann átti ti, brást kuldalega við ofsa hennar. gu. „Hvað er þetta? Svarar þú svona 1 atlotum mínum?“ HEIMILI 120 SBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.