Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 26
„Jæja, komið þá inn og gerið yður að góðu það, sem hér er að fá.“ Þær vísuðu honum inn í stofukytru og báru fram brauð og ost, fíkjur og epli. Vín var einnig á borðum. Rinaldo lagði að stúlkunum að drekka sér til samlætis og þegar nokkur glös voru tæmd, hóf hann máls á þessa leið: „Þið virðizt vera mjög hjartagóðar stúlkur og mér sárnar það, að þið eruð, að því er ég ætla, mjög fátækar. — Ég er aðalsmaður frá Feneyjum, sem lent hef í deilum við keppinaut minn og var svo ó- heppinn að fella hann í einvígi. Því flýði ég inn í þetta hérað og gerði mig óþekkjan- legan.“ Að svo mæltu tók hann af sér gervi- nefið, og vakti það kátínu hjá stúlkunum. En hann hélt máli sínu áfram. „Hafið þið föt til sölu?“ „Eitthvað er nú til af fatnaði hér,“ sagði eldri systirin. „Sýnið mér það, sem þið hafið af slíku.“ „Þær tóku nú fram fatnaðinn, og þar á meðal var einkennisbúningur, sem var hreint ekki afleitur. Rinaldo kaus sér hann. Svo settust þau aftur að borðum og tæmdu enn fáeinar flöskur. Rinaldo spurði, hvort hann gæti fengið næturgistingu, en stúlkurnar greindu hon- um frá því, að einungis eitt einasta rúm væri til í húsinu. „Þá skulum við sofa þar saman,“ sagði Rinaldo í spaugi. Stúlkurnar flissuðu og gáfu hvor ann- arri olnbogaskot. Því næst sagði sú eldri brosandi: „Slíkt sæmir ekki...“ Stúlkurnar útveguðu sér nokkra kodda til að hvílast á og buðu svo gesti sínum góða nótt. Þær sváfu lítið. Þegar birti af degi var risið úr rekkju, fátæklegur morgunverður framborinn, og Rinaldo klæddist einkennisbúningnum, sem hann hafði fengið. „Þegar þér eruð komnir í einkennis- búninginn, þá sjá menn svo sannarlega undireins, að þér eruð fyrirmaður,“ sagði eldri systirin. Yngri systirin mælti: „Gistið líka hjá okkur næstu nótt! Nú munum við ekki hafa svo mikið fyrir yður, þar sem við þekkj- um yður.“ „Umsvifin mín vegna hafa verið hn1 þægilegustu,“ sagði Rinaldo. „Lifið heila1’ kæru stúlkur, og geymið minninguna un1 mig.“ ^ . Að svo mæltu hélt hann á burt frá gisti- stað sínum, sneiddi hjá Ankona og hélt ti Poggia, þar sem hann keypti sér hest og reið án tafar yfir landamæri Kirkjuríkis- ins. — Hann unndi sér ekki hvíldar, fy11. en hann kom til Teramo á umráðasvseoi Neapelskonungs. í Aquila fékk hann sér föt til viðbóta1 og tók í þjónustu sína glaðværan pilt, senl hét Antonio. Hann hélt svo ferðinni áfru111 og kom til Neapel undir nafninu Mando- chini greifi. . f þessari glæsilegu borg kom hann sér ve fyrir hjá vingjarnlegum veitingahjónun1- Þar hafði hann gott útsýni yfir höfnina- Hann lifði kyrrlátu lífi, las mikið, hugsa ^1 enn meira, setti meira að segja saman lj° og samdi lög við þau og söng þau sl(1 sjálfur með gítarundirleik. Þannig £a hann þolanlega drepið tímann. Smám saman yfirbuguðu leiðindin hann- Hann fór þá aftur út, gekk um garða b01/ arinnar og kom á knæpur og veitingahus, þar sem hann hlustaði á samræður manna> Stundum var hann sjálfur — Rinaldini umræðuefnið, og þá lagði hann alve ósmeykur orð í belg. ^ , Einu sinni flutti ókunnur maður þá fie ’ að Rinaldini hefði verið handtekinn ^ Ferrara og hnepptur í varðhald. Á Þan^ veg töluðu menn í borginni og einmitt a þeim sökum fannst honum því í æ rlÞal mæli Neapel vera óhultur staður fyrir S1 i Honum varð sérstaklega starsýnt mann einn, sem hann sá dag hvern á ve ingastöðum í skrúðgörðum borgarinna • Hann bar einkennisbúning, kvaðstvera, . J Korsíku og var jafnan ávarpaður sem n uðsmaður. Maður þessi sat oft daglangk maulaði í sig súkkulaði. Hann mælti al r orð af vörum, en tók undir kveðju man með því að kinka kolli. Hann tók al r ^ hinn minnsta þátt í samræðum manna, ^ horfði stöðugt fram fyrir sig og ,vl1 ávallt niðursokkinn í djúpar hugsanin- laÐ1® 114 heimilisb

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.