Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 14
návist hennar, gerðu mér það ljóst, að hún var mér meira virði en allt silf ur í Peru. „Ég er tilbúinn," augu Viktors horfðu spyrjandi á mig. Ég hugsaði mig um augnablik, svo sagði ég hikandi: „Ég ætla að stinga upp á verzl- un við þig, Viktor, og þú getur grætt vel á því." Hann beygði sig áfram. „Hvað mikið?" „Mikið. En alveg eins og í póker og í námurekstri er áhætta samfara þessu." Svo lýsti ég lauslega fyrir honum áætlun minni. Ég vildi flytja hingað og ganga í f élag við hann um Mil Vetas og reka hana almennilega. „Hver útvegar rekstrarfé til þess?" spurði hann. „Það geri ég," sagði ég. „Ég á vini í Bandaríkjunum, sem munu vilja leggja fé í fyrirtækið. Fyrirtæki mitt mun einnig vilja leggja peninga í það, og ég hætti öllu sem ég á." „Þú átt við, að systir mín sé vel þess virði?" spurði hann. Ég reis á fætur fok- reiður, og gekk til hans. Carmela leit hrædd á mig, og reyndi að fylgjast með samtali okkar, sem var á ensku. „Haltu systur þinni fyrir utan þetta," sagði ég, „og hlustaðu á það sem ég hefi að segja. Þú þarft ekki að reyna að vera skemmti- legur. Þetta þýðir peningar fyrir þig." Hann hafði vald á mér, og hann vissi það. „Hvað mikið?" „Þú færð þinn hluta af því sem við vinnum úr námunni," sagði ég, „ásamt föstum launum. Það fæ ég líka, en þar sem það er ég sem útvega peningana, þá verð- ur það líka ég, sem stjórna vinnunni, og mín orð sem verða afgerandi." „Hvað á allt þetta að þýða, úr því að ég get selt fyrirtæki þínu námuna?" „Það skal ég segja þér," svaraði ég. „Fyrirtæki mitt hefir svo mörg járn í eld- inum, að það óskar ekki eftir fleirum, og náma í þessu ástandi, er ekki eftirsóknar- verð í þeirra augum, það veizt þú vel." „Já, ég veit það, en heldur þú að fyrir- tæki þitt viti það? Heldur þú að það líti ekki öðrum augum á málið, og viti hvað borgi sig bezt?" 58 „Hvað átt þú við með því?" „Ja, hvað heldur þú?" Við skildum hvor annan út í yztu «s- ar. Að koma sér vel við óvin eins og Viktor Calderon, sem hafði áhrif á uppreisnar- foringjann Cerro Chávez, gat orðið fyrir" tækinu meira virði, en þeir peningar setn Mil Vetas kostaði. En yrði þeim pening- um samt sem áður ekki kastað á glæ? „Það er leiðinlegt Georg, en þú verður að finna upp á einhverju öðru, ef þú ætlar að ná í Carmelu. Annars kærir hún sig ekkert um þig," bætti hann við. . Hann fór aftur að lesa í blaðinu og le sem ég væri ekki til. Ég þreif fokreiður blaðið úr hönduin hans og kastaði því á gólfið. Hann stök* upp og stóð frammi fyrir mér í ^u * stærð. Nú var ég ekki lengur í vafa. Þa var hatur í dökkum augum hans. Han, leit snöggt í áttina að byssunni, sem la borðinu. Hann náði ekki til hennar. Car' mela reis hrædd á fætur og gekk til okka • Ég veit ekki hvað hefði skeð, ef Paucar hefði ekki komið í þessu. Hann var sv æstur, að hann tók ekki eftir, að nei sérstakt væri að. Hann hrópaði: »Sen . Calderon, það hefur skeð slys í námun^ Loftið í stóru námugöngunum er hru niður." Viktor bölvaði. „Er tjónið mikið?" __ „Það hefur hrunið svo mikið grjót m* ur, að það er nóg til að fylla *uttu^, vagna," sagði Paucar. „Loftopið hefur 1° azt, og allur sá hluti námunnar er ff11 af grjóti." .,« „Hvað eru margir menn þarna nio spurði ég. _ gu „Farðu niður með menn og hreinsa til," skipaði Viktor. „Það má ekki sem* vinnunni." ,g Paucar hristi þrjózkulega höfuðið, °<f sá að hann var gramur í framan aí . ^j „Nei, senor, í guðanna bænum, ég fer -ra þangað niður aftur. Það mun hrynja ^1 niður, — þúsundir af tonnum." rgj „Hvað eru margir menn niðri?" SP ég aftur. nið „Þrír, senor," svaraði hann PUil^,'a ú* „Það er hægt að sjá fætur eins stand HEIMILlSBLApI

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.