Heimilisblaðið - 01.05.1968, Síða 4
hafið undir eftirlit mannsins á allt annan
hátt en nú og gera það að hluta af „lífssviði“
okkar. Hingað til höfum við notfært okkur
úthöfin eins og hirðinginn notar steppuna
eða hinn frumstæði veiðimaður notar heið-
arnar. I framtíðinni eigum við að rækta haf-
ið eins og bóndinn ræktar jörð sína og skóg-
ræktarmaðurinn hirðir um skóginn sinn. Við
eigum ekki aðeins að uppskera sjálfsprottna
ávexti hafsins, heldur vinna að hafrækt,
„akvakultur" (vatnsrækt), eins og það er
kallað, og skerast í leikinn eftir megni til
þess að stjórna í eigin augnamiði þeim þró-
unarferli, sem skapar bjargarlindirnar.
Sérfræðingar vatnsræktarinnar vinna að
áætlunum um að hafa fiskitorfur í liafinu,
eins og kvikfjárhjarðir eru hafðar á landi,
með aðferðum til þess að fjölga þeim og
örva matvælaframleiðslu liafsins. Möguleik-
arnir á hafrækt eru mestir í flóum, fjörðum
og við óshólma, þar sem auðveldur aðgangur
er frá landi. Ein af mikilfenglegustu áætl-
unum, sem þegar er orðin að veruleika,
er kræklingsræktin í Tarantoflóanum, þar
sem Italir fá að meðaltali 12,3 smálestir af
kræklingsfiski á ári af hverjum hektara.
Einnig er unnt að nota grunnsævið, hin
tiltölulega grunnu svæði meðfram ströndum
meginlandsins. Það þekur til samans flöt á
stærð við Asíu. En áður en það getur orðið,
verða haffræðingarnir að þekkja þetta líf-
fræðilega umhverfi jafnvel og heimsskauts-
Eskimóarnir þekkja þann heim íss og snævar,
sem þeir búa í. Einn landnemi hefur þegar
hafizt handa: Franski haffræðingurinn Jae-
ques-Yves Cousteau er farinn að nema land
á hafsbotninum. Árið 1963 bjuggu sjö sam-
verlcamanna hans í pípulöguðum stálhvsum,
sem var sökkt á botn Rauða liafsins. Fimm
þeirra bjuggu einn mánuð á 15 metra dýpi,
og tveir dvöldust í meira en viku á 24 metra
dýpi. Þeir fengu andrúmsloft eftir slöngum
frá yfirborðinu, og þeim tókst að vinna sex
stundir á dag, og var þar einnig innifalin
erfiðisvinna. Cousteau telur að unnt sé að
lifa og starfa á þennan hátt alveg út að mörk-
um grunnsævisins á allt að 180 metra dýpi.
Við amerísku læknisfræðilegu tilraunastofu
flotans eru nokkrir læknar að vinna að til-
raun, þar sem hópur sjálfboðaliða á að haf-
' ast við á hafsbotni á 60 metra dýpi fyrir
utan Bermuda.
Pýramidi lífsins. Ilafið rúmar í nægta-
horni sínu nær því öll þau hráefni, sem nú-
tíma iðnvæðingarþjóðfélag hefur þörf fyrir.
Ogrynnis magn allra náttúrlegra frumefna
eru til uppleyst eða fljótandi í vatninu eða
liggja á hafsbotni. Plöntur hafsins framleiða
jafnmikið efni og allar plöntur skógarins,
hagans og engisins til samans, og dýraríki
hafsins vegur mörgum sinnum upp á móti
dýrum þurrlendisins.
Undirstaða lífsins í úthöfunum er hin
þunna súpa af svifi, hinum örsmáu dýrum
og plöntum, sem berast áfram í hinu efra
og sólbjarta sviði liafsins. Þau eru grund-
völlur lifandi pýramída, því að þau ganga
inn í hringrás sem fæða handa smáfiskum,
sem síðan eru étnir af stærri fiskum.
Það ætti að vera unnt að örva vöxt svifs-
ins á nokkrum hafsvæðum — að bera á það,
ef svo má segja — með því að „hræra í“ út-
hafinu, svo að hið næringarríka botsnvatn
komi upp á yfirborðið. Til dæmis hlýtur að
vera unnt að notfæra sér smámismun á hita-
stigi og saltmengun vatnslaganna til þess að
koma af stað hringrás með lóðréttum pípum.
Ilugmyndin að þessari áætlun er komin frá
hinni miklu haflíffræðistöð í Woods Hole í
Massaehusetts, en nefnd, sem ameríska nátt-
úruvísindafélagið hefur skipað, hefur stungið
upp á, að komið sé fvrir sterkum hitagjafa
— til dæmis kjarnaklúf — á hafsbotninum,
svo að botnsvatnið hitni og stígi upp. Fvrst
um sinn getur tæplega borgað sig að hrinda
joessum hugmyndum í framkvæmd, en tími
þeirra getur komið.
StemefnafjársjóíHr hafsins. Gnægð stein-
efna í vatni hafsins hefur blásið mönnum
í brjóst meira eða minna draumórakenndum
tillögum um efnafræðilegan námurekstur í
hafinu. Saltvinnsla með uppgufun hefur ver-
ið þekkt og notuð áraþúsundum saman, og •
nú er einnig unnt að vinna pottösku úr sjó.
Ameríska fyrirtækið Ethvl Corporation hef-
ur unnið bróm úr liafinu síðan 1924, og árið
1941 tók Dow Chemical Company að fram-
leiða magnesíummálm úr þessari sömu ótæm-
andi uppsprettu. Ef til vill mun einhvern
tíma borga sig að nýta rúbidíum, cæsium, bór,
strontium og fhior hafsins.
Brátt eru hundrað ár síðan haffræðingarn-
ir uppgötvuðu, að málmjarðlög eru á hafs-
botni, sem jafnast á við þau, sem eru á þurru
HEIMILISBLAÐTP
92