Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Síða 7
hvítri sandströndinni og enda með því að bugðast í hárnálabeygjum upp til 1800 metra háu fjallanna með snæviþöktu tindana. Ný hús úr gleri og steinsteypu leggja smám sam- an undir sig garðana og gömlu húsin, svo að hinir sérkennilegu töfrar borgarinnar eru kornnir vel á veg með að hverfa. A síðustu tíu árum hefur íbúatala Beirut- borgar tvöfaldast, og nú eru þeir um 600.000. Aðeins sjö af hundraði eru ólæsir og óskrif- andi, og meðaltekjurnar eru um 24000 krón- Ur a ári — upphæð, sem í arabisku löndun- þm er aðeins meiri í Kuwait. Borgin var und- lr franskri stjórn þangað til 1941, og enn eru notuð þar þrjú tungumál, svo að flestar opmberar tilkynningar eru prentaðar bæði á nrabisku, ensku og frönsku. Ungir menn og konur frá öllum Mið-Austurlöndum streyma ril hinna fjögurra stóru háskóla borgarinnar. __ ^eirut er í vexti — mjög örum vexti. Á riu árum hefur hver fermetri byggingarlóða hækkað í verði frá hér um bil 30.000 krón- um upp í nál. 115.000, nær því hið sama og 1 miðri New York. Gistilnis og íbiiðarhús skipta um eigendur með sama hraða og í Áatador-spili. Sögur ganga í borginni um íólk, sem fékk stóra vinninginn í happdrætt- Jnu um lóðaverðið. Franskt klaustur, sem Sat með naumindum komizt af, uppgötvaði al]t í einu, að það var reist á lóð, sem var °5 milljón króna virði. Árið 1962 var Hotel Phoenieia Intercontinental byggt fyrir 500 milljónir, og það var álit.in alveg óskapleg uPphæð. Nú er það 1070 milljón króna virði. >,Grœnir fingur‘‘. Viðskiptareikningarnir í hönkunum eru leynilegir eins og í Sviss, og þess vegna er Beirut orðin öruggur sama- staður fyrir skattsvikara og fjármálabrask- ara frá öllum löndum heims. Og menn hafa ^nöguleika á að fá góða vexti af innistæðum smum, því að bankamenn borgarinnar liafa »græna fingur“, sem geta látið peningana llnga út. Ibúarnir í Beirut hafa fengið verzlunargáfu sma í vöggugjöf. Þeir eru nefnilega afkom- fndur gömlu kauppmanna- og sæfaraþjóðar- ’nnar, Fönikíumanna, sem fundu upp bók- midið og peninga, eins og við þekkjum þá nú. Þeir eru eltki nein lömb að leika sér við 1 viðskiptum ,en þegar skjölin hafa verið nndirrituð og peningunum vel fyrirkomið í bankanum, slaka þeir á og verða örlátustu menn í heimi. Ég fór einn daginn á gullmarkaðinn til þess að kaupa armband handa konunni minni. Ég þjarkaði við seljandann um verðið í hálf- tíma og skemmti mér prýðilega, þó að ég hafi áreiðanlega verið prettaður. Þegar ég borg- aði, bauð hann mér í miðdegisverð, og ég þáði það með þökkum. Eftir óhófsama mál- tíð fórum við í næturklúbb, og það endaði með því, að hann hafði látið miklu meira út en hann hafði grætt. Svona er þetta heill- andi fólk. Eftirfarandi smásaga lýsir lundarfari þeirra eins og í hnotskurn: Lítill Líbanons- drengur var spurður í skólanum, hvað tveir og tveir væri mikið. „Er ég kaupandi eða seljandi?" spurði strákur. Þegar „leðurhálsarnir“ óðu í land 1958 til þess að vernda Libanon gegn yfirvofandi kommúnistabyltingu, ösluðu kóka-kóla sölu- menn út á móti þeim. Krossferðariddararnir brenndu hvern bæinn eftir annan í Mið-Aust- urlöndum, en ekki Beirut, því að íbúarnir snerust ekki til varnar; þeir reyndu þvert á móti að pranga inn á riddarana heilmiklu af vörum. Meðalgöngumenn fyrir allan heiminn. Það sem gerir blómgun Beirut alveg óvenjulega, er sú staðreynd, að Líbanon hefur nær því ekkert að selja og svo að segja engan iðnað. Borgin getur boðið verzlunargáfu og þjón- ustu, vörumiðlun. Til dæmis: Brasilía hefur þörf fyrir baðmolíu. Bræðurnir Yafi í Lib- anon sjá um, að 4000 smálestir eru sendar frá Grikklandi. Irak vantar bygg. Yafi-bræðurn- ir útvega það líka, í þetta sinn frá íran. Sví- um finnst góð skjaldbökusúpa. Hver kemur auga á það dálæti, og hver útvegar skjald- bökusúpuna? Annar Líbanonmaður, Jandour að nafni, og landi hans á Seychelle-eyjunum í Indlandshafi, þar sem úir og grúir af skjald- bökum. Svíar fá súpuna sína, eyjarnar nýj- an markað og Jandour •— miðlarinn -—- græð- ir álitlega upphæð. En bezta og nærtækasta skýringin á blómg- uninni er olía! Líbanon framleiðir hana ekki sjálft, en olía drýpur af hverjum líbanonsk- um peningaseðli. Beirut er hagfræðilegur höfuðstaður Mið-Austurlanda, og yfir 45 milljónir króna af olíupeningum Saudi-Ara- bíu, Kuwait, Qatar og Líbýu fara um borg- H E IM IL I S B L A Ð IÐ 95

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.