Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Qupperneq 9
kennara í Palestínu, kom til Beirut sem flótta- maður. Hann setti á stofn skrifstofu, án þess að eiga eyri í vasanum, og var allt innbú bans einn sími. Svo tók hann að starfa í smá- um Ktíl sem víxlari. Hið mikla tækifæri hans yar Kóreu-stríðið, sem hafði annars lamandi afirif á marga aðra starfsemi. Hann kunni grípa tækifærið, opnaði lítinn banka og var orðinn milljónóamæringur, áður en hann S'at almennilega litið í kringum sig. Banki kans, Intra Bank, hóf sig upp og liefur nii ntibu í París, London, New York og í mörg- Um löndum í Afríku og er í nánu sambandi við banka í Sviss og Suður-Ameríku. iTngi Líbanonsmaðurinn ,Abou Haidar, vann fyrir amerískt olíufyrirtæki í Saudi- Krabíu. Hann sá, að fyrirtækið hlyti, með h>na óteljandi borflokka sína og dælustöðv- ar» að geta notað mikið af nvjum ávöxtum, grænmeti og kjöti. Ilann sagði stöðu sinni UPP í natri, taldi bankamenn í Beirut á að yeita sér lán, og án þess að hafa minnsta vit a flugvélum keypti hann tíu gamlar og út- slitnar York-flugvélar og lét gera við þær og setja saman úr þeim finim nothæfar vélar. Með þ.eim flutti hann matvæli frá Líbanon til eyðimerkurinnar. Seinna útvegaði hann sér nokkrar DC 4 vélar til annarra flutninga og gaf félagi sínu nafnið Trans Mediterranean Airways (TMA), eina flutningaflugfélagið í öllum Mið-Austurlöndum. Nú flýgur hann líka til Prankfurt og London, og í flugflota liaus eru aðallega DC 6 flugvélar. Haidar er nú 38 ára og vellauðugur maður. En jafnvel í þessari verzlunarborg, sem er meiri öllum verzlunarborgum, eru pen- ingar ekki allt. Ég dvaldist þrjár vikur í Bei- rut, og það, sem ég mun muna lengst, er sú hlýja og vinsemd, sem streymdi frá íbúun- um. Og eitt er hægt að vera viss um: Hvað, sem gerist í hinum órólegu Mið-Austurlönd- um, munu hinir snjöllu og stimamjúku íbúar Beirut vita, hvernig þeir eiga að varðveita gróðurreit sinn sem friðsamlegan —og gróða- vænlegan — stað. etta er ný liugmynd sem skotið 'tUur UPP kollinum í Lundúnum Um pað hvernig nútímamaðurinn l,gi að vera klæddur. Á göngu sinni um getur Cardiff- borgar í Wales vakti þessi stúlka mikla athygli, því kjóllinn er þakinn með þunnri gullhúð, sem er létt að lialda hreiimi, aðeins strokið yfir liana með rakri tusku. Stúlkan lieitir Sylvette Blanc og situr í búðarglugga við eina af fjölförnustu götum Lundúna til að vekja athygli vegfarenda á baðvörum verzlunarinnar. Heimilisblaðið 97

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.