Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 12

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 12
þjófanna í Big Butte-héraði. Svo var að sjá sera heimsókn Lewis hjá sýslumanninum hefði borið árangur. Síðar um daginn heyrði ég, að samtök kúa- bænda hefðu einnig heitið tveim þúsundum dollara hverjum þeim sem gætu gert naut- gripaþjófana óskaðlega. Fjögur þúsund doll- arar! Sá væri heppinn, sem krækti sér í ann- að eins! Eg tók að velta þvi fyrir mér, hvort ég sjálf byggi ekki yfir einhverjum leynilög- reglumannshæfileikum. Eg hafði tekið að mér kennslustarf fyrir kennslukonu sem var veik, og kvöld eitt varð ég mjög sein fyrir í skólanum, því ég þurfti að fara í gegnum marga prófstíla. Lewis átti að vera á vakt með kúabændunum þetta kvöld, og við höfðum mælt okkur mót hjá vaðinu við Paint Creek. Þegar ég var búin að fara yfir stílana, læsti ég skólahúsinu, settist á bak og reið af stað, en lagði lykkju á venjulega leið mína niður að vaðinu. Eg lét hestinn fara á hægu brokki unz ég kom á brúnina á djúpum dal, mjög grasivöxn- um, þar sem ég sá hjarðirnar á órólegu reiki fram og aftur, baulandi eins og eitthvað am- aði að þeim. Næstum í sömu andrá heyrði ég skothvell og sá hvar maður kom ríðandi inn í miðjan hópinn og steig af baki. Skot- hvellur er að vísu ekkert óvenjulegt fyrir- bæri á þessum slóðum, þar sem svo margir stunda hverskyns veiðar. En veiðimenn skjóta ekki nautpening. Og kúabóndi skýtur ekki nautgripina heldur á opnu beitilandi. Hann rekur þá í stekk. Allt í einu var sem ljós rynni upp fyrir mér. Fyrir neðan mig lá þunnt skógarbelti og stöku villirósarunnar í dalhlíðunum. Ég fór inn í trjáþykknið og vonaði, að enginn hefði séð til mín. Þegar ég var komin að runn- unum steig ég af baki og þokaði mér inn í þykknið til þess að sjá betur hvað var að gerast niðri í dalbotninum. En — viti menn — þar rakst ég á stóran flutningabíl, og munaði minnstu að ég ræki í hann nefið bók- staflega. Flutningabíl — já, einmitt! Ég reyndi að leggja kollinn í bleyti. Nautpen- ingurinn óð um í dalbotninum, hræddur við eitthvað, hvað svo sem það nú var. Skoti hafði verið hleypt af. Maður hafði komið ríðandi í áttina að hjörðinni — og svo stóð hér flutningavagn vel falinn í skjóli trjánna. Þarna hlutu nautgripaþjófarnir að vera á ferðinni. Þeir ætluðu sér auðsjáanlega að slátra fórnardýrum sínum, áður en almyrkt yrði, og bílinn höfðu þeir falið í skógar- þykkninu til næturinnar, þannig að kunn- ugur maður gæti ekið bráðinni burtu óhindr- að um eyðilandið, án þess að fara um þjóð- vegina þar sem vaktmennirnir sátu fyrir þeim. Ég skreiddist á maganum nær flutn- ingavagninum og gægðist inn í hann. Undir ábreiðum lágu þar fjórar nýdrepnar kvígur. Þetta tók af öll tvímæli. Þarna voru veiði- þjófarnir á ferð! Óafvitandi greip ég niður í töskuna mína eftir skammbyssunni, sem Lewis hafði afhent mér fyrir nokkrum dög- um, og hann hafði reynt að kenna mér að meðhöndla. Ég rótaði meðal púðurdósa, vara- lits og bréfa og fann loks byssuna. Ég reis nú á fætur með vopnið í hendi og gægðist út á milli rósarunnanna og niður yfir dalinn. Allt í einu rak ég fótinn í trjárætur og féll um koll. Ég hef aldrei verið fyrir það gefin að falla um koll, og auk þess kom það sér sízt af öllu vel nú. Ég greip því í allt sem hönd á festi til að taka af mér fallið — meðal annars gikkinn á skammbyssunni. Hvellurinn virtist ærandi hár. Ég þurlc- aði framan úr mér mosa og trjálauf og sett- ist upp þar sem ég var komin. Þetta var nú meira óhappið, fyrr en mig varði myndu nautgripaþjófarnir sjálfsagt koma hlaupandi á vettvang. Ég skalf frá hvirfli til ilja, þurrk- aði mér í framan og tautaði í barm mér. Þá datt mér nokkuð í hug. Ég sá, að skotið úr byssunni minni hafði farið í einn hjól- barða flutningavagnsins. Því ekki að full- komna það sem ég hafði byrjað á? Ég gat alla vega ekki sloppið héðan óséð — og það gátu þjófarnir reyndar ekki lieldur. Þeir sem finndu okkur, myndu finna bæði mig og þá. Ég miðaði af gætni á annað afturhjólið og hæfði framhjól, með þeim árangri að barð- inn sprakk. Þá miðaði ég á hitt afturhjólið og hæfði bensíngeyminn. Jæja, þetta gengur stöðugt betur, hugsaði ég og skaut fram brjóstkassanum. Ég miðaði á framhjól og eyðilagði vatnskassann. Ég miðaði á vatnskassann, og kúlan fór í vélina. Ég ætlaði að hæfa vindhlífina, en gataði yfir- breiðsluna. Þetta gekk semsagt ágætlega. Þegar ánægja mín með árangurinn stóð 100 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.