Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 17

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 17
Aldarafmæli Aldarafmælis séra Friðriks Friðrikssonar var minnzt 25. maí 1 blöðum, utvarpi og í K. F. U. M. En „drengirnir lians“ frá liðnrnn árum, dreifðir yíða, liafa líka minnzt kans og rifjað upp ánægjulegar og göfgandi sam- verustundir með konum. Hann var mikill og fjölkæfur lærdómsmaður, Ijúflyndur, en liafði þó góðan aga á kópnum, enda þótti drengjunum svo ^ænt um kann að þeir lilýddu lionum. Aðalstarf kans gekk þó út á and- lega velferð unglinganna, og fyrir það ber margur innlegan þakkarkug til kans, að kann benti þeim á réttu leiðina í lífinu. 1 eftirfarandi kvæði lýstir liann sumarkomunni: Dýrðlegt kemur sumar DýrSlegt keniur sumar með sól og hlóm, senn fer allt að vakna með lofsöngs-róm, vœngjaþytur lieyrist í liimingeim, liýrnar yfir landi’ af þeim fuglasveim. Hœrra’ og hœrra stígur á himinból hetjan lífsins sterka — hin mikla sól, geislastraumum hellir á höf og fjöll, lilœr, svo roðna vellir og bráðnar mjöll. Gróðurmagnað lífsaflið leysist skjótt, lœsir sig um frœin, er sváfu rótt, vakna þau af blundi’ og sér bylta’ í mold, blessa Guð um leið og þau rísa’ úr fold. Guði’ sé lof, er sumarið gefur blítt, gefur líka’ í hjörtunum sumar nýtt; taka’ að vaxa ávextir andans brátt, eilíf þar sem náðin fcer vöxt og mátt. Blessuð sumardýrðin um láð og lá lífsins fœrir boðskap oss himnum frá: „Vakna þú, sem sefur, því sumar skjótt sigrað kuldann hefur og vetrar-nótt.“ ^ElMlLISBLAÐIÐ 105

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.