Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 22
Síðan tók hún til við að fara í gegnum öll heillaóskaskeytin, sem lágu á borðinu hennar. Það var venja og eðli Susan að finna alltaf einhverja fullnægjandi skýringu á hverju og einu óþægilegu. Þegar hún hafði lesið vfir fyrsta skeytið, hafði hún með öllu gleymt þessu smáatviki. En Fran var ekki eins fljót að gleyma því. Hún var það til- finninganæm, að hún sá að það kostaði John mikla áreynslu að taka yfirleitt eftir því sem Susan var að segja. Hún gat ekki að því gert að minnast þess með vissri gremju það sem eftir var dags. Henni fannst það vera eitthvað, sem John lægi þungt á hjarta. Að undanförnu hafði hann verið mjög tauga- óstyrkur. Ilann hrökk stundum við, þegar talað var til hans, og tilsvör hans voru utan- gátta. Var hann aðeins þreyttur, eða var einhver önnur ástæða fyrir þessu framferði hans ? XXIII. „ÞAÐ ER ÁKVEÐIÐ, FRAN!“ Næstu daga náði frægðargengi Susanar há- punkti sínum, þareð margir iir konungsfjöl- skyldunni höfðu tilkynnt komu sína í leik- húsið næsta föstudagskvöld. Susan var him- inlifandi. Hún hugsaði ekki um annað en þetta væntanlega leikkvöld og sá fyrir sér þéttsetið hús, blómadyngjur og klappandi áhorfendur hvað eftir annað. Og hver vissi —- kannski yrði hún kölluð inn í konungs- stúkuna í langahléinu til að taka á móti lofs- yrðum. Það yrði stórfenglegur sigur. Síðdegis á föstudag fór Susan í leikhúsið til smá-aukaæfingar. Fran var heima og hvíldist á legubekk við gluggann sinn með opna bók. En hún var ekki að lesa. Ilún leit annars hugar út á regnvota götuna. Það var búið að rigna allan daginn, eilíft grátt regn. Allt í einu fannst henni sér vera kalt, enda þótt heitt væri í herberginu. Eldur brann í arninum. En henni hafði liðið svo undar- lega allan þennan dag, rétt eins og hún hefði grun um eitthvað óþægilegt í vændum. En hvað gat gerzt óþægilegt í dag, einmitt á þeim degi sem átti að færa móður hennar listrænan sigur og staðfesta drottningartign hennar sem fremstu leikkonu í London í sinni grein ? „Ert þú þarna, Fran f ‘ heyrði hún John kalla neðan úr anddyrinu. „Já, gakktu inn, John!“ svaraði hún áköf. „Eg þarf að fá einhvern til að lífga mig við !‘1 „Hvað amar að þér, barnið gott? Er það veðráttan? Eg verð að játa, að svona veður getur farið í taugarnar á manni.“ Hann gekk að arninum, beygði sig og hélt höndunum í áttina að gneistandi logunum. Fran tók eftir því, að hann var ferðaklæddur. „Hvert ertu að fara, John?“ spurði hún. „Ætlarðu rit í þetta veður?“ „Já, ég þarf að fara út.“ Það var eitt,- Iivað á verði í framkomu hans, sem Fran fannst skrýtið. Hún sagði ertnislega: „En livað þú veitir nú miklar upplýsingar! En vertu nú ekki lengi að heiman. Við borðum snemma.“ John svaraði ekki. Hann rétti sig hægt upp og studdi öðrum olnboga á arinhilluna. Hann hálfvegis sneri baki að Fran. „Þú býrð að sjálfsögðu áfram hérna eftir að skilnaðurinn er um garð genginn?“ sagði hann svo. „Nei, það ætla ég mér alls ekki!“ svaraði Fran óðara. „Eg er nógu lengi búin að hengja mig utan á ykkur Susan, og þið hafið verið óumræðilega elskuleg við mig bæði.“ „Hvaða vitleysa. Okkur er ánægja að því að hafa þig. En segðu mér, Fran, þú' gœtir nú haldið áfram að vera hjá Susan, er það ekki?“ Fran varð hissa. Áfram hjá Susan ? Hvers vegna sagði hann þetta? Hvers vegna sagði hann ekki: áfram hjá okkur ? „Jú, það gæti ég kannski,“ sagði hún var- færnislega. „En, John, þegar til lengdar læt- ur, þá held ég það sé bezt fyrir vkkur Susan að vera bara tvö fyrir ykkur.“ Hann svaraði ekki beint. Hann var þögull um stund og stóð og starði niður á teppið. um leið og hann hamraði með fingrunum á arinhilluna. „Ef ég bæði þig nú um að vera kyrr . . . ? Það er ekkert sem hindrar þig í því, er það?“ „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Svo bætti hún við án frekari umhugsunar: „En hvað áttu annars við með þessu, John?“ Fran fann, að það var ekki aðeins um- hyggja hans fyrir henni, sem kom honum til að tala þannig, og hún fann að nýju fvrir óttanum. 110 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.