Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 29

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Page 29
&kniim segja. „En ég býst ekki við því, að aein veruleg hætta sé á ferðum, frú Hazle- ton. Ég bíð þess að hann komist til meðvit- Ulidar á hverri stundu. Þér megið gjarnan fara inn til hans strax.“ S>usan kinkaði kolli og fór með lækninum. Pran sá hana styðjast við dyrastafinn andartak, áður en hún fór inn í einkaher- Dergið þar sem John lá. Ilún vissi ekki sjálf, vað hún ætti að gera, en fór loks inn með Qióður sinni. Þetta var ofur venjuleg sjúkrahússtofa, uvítmáluð, tandurhrein, búin ljósum stálhús- gognum. John lá hreyfingarlaus í rúmi sínu, uieð reifað höfuð og næstum fölari í andliti en svæfillinn sem hann hvíldi á. Henni var varla ljóst, hversu lengi þær st°ðu þarna — Susan fast við rúmstokkinn, en Pran úti við dyrnar. En að lokum bærði °bn á sér og opnaði augun. Pran sá, að hann Serði tilraun til að segja eitthvað. Ætlaði unn að fara að spvrja hvernig Pixy liði? yfun hélt niðri í sér andanum. Læknirinn . ði sagt, að hann mætti ekki heyra sann- eikann að svo stöddu. Pn nafn það, sem seint og um síðir kom íram yfir varir hans, var ekki nafn Pixyar. »Susan ...“ hvíslaði hann. Og aftur: „Sus- an ...[«< Og Susan svaraði lágt, en greinilega: „Já, e sku John. Ég er hérna. Ég skal alltaf vera •ki Þér, þegar þú þarfnast mín.“ Hann virtist verða ánægður, því að hann °kaði augunum og féll aftur í mók. ’>Eg hugsa, að það sé ekkert að óttast,“ Hslaði læknirinn að Susan. „Eftir atvikum 1 Ur honum eins vel og við er að búast. Þetta Vai aðeins smávægilegur heilahristingur.“ (ran gekk út úr sjúkrastofunni. Hún nötr- a 1 frá hvirfli til ilja. Tárin streymdu niður Vanga hennar. Hvernig gat Susan verið svona (T ■ En það hlaut að hafa verið gleðilegt '■ ^lr bana, að það var hennar nafn sem hann le ndi samstundis og hann komst til meðvit- Hað hlaut þá að hafa verið hún, sem huga 0g hjarta Johns næst, þrátt fyrir l; ^ f’ixy hafði aðeins verið yfirborðs-fyrir- af^T 611 ^11111 samt verið mjög hrifin leo' °^U' daf'nvel elskað hann heitt og inni- »a- Var kannski ekki bezt, eins og komið sem ^lxy skyldi deyja ? hugsaði Pran þar 111 hún hefði komizt að raun um raunveru- legar tilfinningar Johns smám saman — þær tilfinningar hans og afstöðu, að hún inyndi aldrei geta skipað nema annan sess í huga hans? ----- Susan kom mjög stórmannlega fram næstu tvær vikurnar. Hún tók allar byrðarnar á eigin herðar, og hún tók þeim með karl- mennsku, þótt mörg önnur konan hefði kikn- að undir þeim. Hún fékk John fluttan heim til London strax og slíkt var leyfilegt. — Hún eða Pran voru hjá honum að staðaldri. Það heppnað- ist Susan að fá hneysklissöguna kæfða strax í fæðingu. Hún gaf þá skýringu, að John hefði verið á leið með Pixy til kunningja- fólks hennar þar sem hún hefði ætlað að dveljast yfir helgina. Hixn gerði það alveg eins Haye-f jölskyldunnar vegna eins og vegna sjálfrar sín. Yfirleitt gerði Susan allt sem hún gat til þess að hughreysta frú Haye. En jafnhliða þessu öllu stundaði hún starf sitt við leikhúsið. Hún vildi ekki bregðast leikhússtjóranum með því að fara úr hlut- verkinu svo skömmu eftir frumsýningu, eink- um þar sem leikritið stóð eða féll með frammistöðu hennar. En hún hafði gefið hon- um í skyn, að óðara er leikritið væri tekið af sýningarskránni myndi hún draga sig í hlé frá leiklistinni fyrir fullt og allt. Greta, stærsta og bezta hlutverk hennar, mvndi þar með verða hennar síðasta. Þegar John hresst- ist, færu þau saman til útlanda. Þar myndu þau leita lífshamingjunnar í nýju umhverfi. Pran var viss um, að þau myndu aftur verða hamingjusöm, enda þótt yfir hamingju þeirra hvíldi ef til vill viss skuggi — skuggi korn- ungrar stúlku með f jörleg dökk augu og dökkt hár. XXVI. „HENNI ÞYICIR APAR VÆNT UM ÞIG, JOHN!“ Skömmu eftir slysið sendi Peter bréfið, sem leggja skyldi fram við skilnaðarréttinn: við- urkenningu á ótryggð. Susan sá bréfið og varð að orði um leið og hún brosti biturlega: „Svo er að sjá sem eiginmenn okkar séu okk- ur ekki einvörðungu til ánægju, Pran mín.“ Pran hristi höfuðið: „Við erum óheppnar í ástum Susan. Það eru til tvenns konar kon- ur. Þær konur sem mennirnir elska, og þær ilisblaðið 117

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.