Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 32
kærum okkur ekkert um að láta taka myndir
af okkur með athugasemdum um klæknað
oltkar í öllum dagblöðunum, eins og við hefð-
um verið í samkvæmi. Svo segir hr. Chester-
ton að þetta taki ekki nema örfáar mínútur.
Það er eins og fara til tannlæknis og láta
kippa úr sér tönn.“
Fran gretti sig og hló þvinguðum hlátri.
Susan lét gott heita. Hún vissi, að Fran vildi
fara ein.
Fran ók til réttarins í stórum híl Susan,
og hr. Chesterton tók á móti henni og fylgdi
henni inn í salinn þar sem hún átti að bíða
þar til mál hennar yrði tekið fyrir.
A meðan þau biðu notaði hann tækifærið
til að segja við hana hughreystandi og upp-
örvandi orð.
„Nú skuluð þér hara slaka á spennunni.
Allt fer eins og það á að fara. Það er ástæðu-
laust að vera kvíðin. Gætið þess bara að
svara stutt og greinilega. Það hefur góð áhrif
á dómarann ...“
Æ, bara að hann vildi hætta að þylja yfir
henni slíkt og þvílíkt, hugsaði Fran og tók
nú fyrst að verða óstyrk.
Loksins kom að því, að Kelway-málið væri
tekið fyrir.
Þegar það væri afstaðið mundi Fran óljóst
eftir því sem gerzt hafði. — Dómarinn með
ströngum embættismannssvip, lögfræðingarn-
ir með öll skjölin fyrir framan sig, blaða-
mennirnir, sem skrifuðu hjá sér hitt og þetta
í ákefð, vitnin, sem sátu í röð meðfram veggn-
um, og svo andlit áhorfendanna uppi á svöl-
unum — þetta mundi hún.
Þegar Fran var kölluð fram, settist hún
í vitnasætið og svaraði spurningum hr. Long-
fields lágt en greinilega. Bréf Peters var
lagt fram ásamt hótelreilmingi, einnig gesta-
bók hótelsins ... Það fór um Fran. Henni
fannst þetta allt saman viðurstyggilegt. Hvað
átti allt þetta sjónarspil að þýða? Hvers
vegna var ekki hægt að skilja, án þess að
lítið væri gert úr öðrum aðilanum ? Ekki
óskaði hún þess að eyðileggja nafn og æru
Peters.
Síðan var hótelstúlka frá hóteli í Bourne-
mouth kölluð í vitnastúkuna, og hr. Long-
field spurði hana um leið og hann henti á
Fran:
„Var það þessi kona, sem hr. Kelway kom
með og kynnti í gestabókinni á hótelinu seni
eiginkonu sína?“
Stúlkan leit á Fran. „Nei,“ svaraði hún.
Allt í einu hafði Fran það á tilfinningunni,
að meðal áheyrenda væri einhver sem starði
á hana. Hún stóðst eklti freistinguna að líta
við til þess að sjá hver það væri. Hvers vegna
ætti hún að láta það eftir viðkomanda að láta
hann sjá, að hún fann fyrir glápi hans? En
að lokum lét hún eftir lönguninni. Hún leit
snögglega upp. Og henni brá svo, að hún
hrökk við. Hún stirðnaði í sætinu og fann
að hún náfölnaði.
Peter ...! Það var ekki um að villast —
þetta var hann! Hann sat þarna á aftasta
bekk, laut áfram og starði á hana. Sólar-
geisli féll inn um gluggann og á ljóst hár
hans. Brot úr andartaki mættust augu þeirra
þvert yfir raðir áheyrendanna. Hún fann
fyrir áköfum hjartslætti, en síðan neyddi hún
sig til að líta undan, og þá var hún orðin
eldrauð í framan og miður sín.
Iívers vegna hafði liann komð ? Til þess að
sjá hana koma fram í vitnastúkunni eins og
nokkurs konar leikkonu, sem liann langaði til
að sjá í nýju hlutverki? Nei, hún hafði á
tilfinningunni, að erindi hans stafaði af allt
öðru en forvitninni einni saman. Henni
fannst nánast sem augnatillit hans hefði flutt
sér vissan boðskap. En hvers konar boðskap-
Það vissi hún ekki. Hún þorði alls ekki að
hugsa þá liugsun til enda. Rósemi liennar
var nú horfin veg allrar veraldar. Hún var
svo miður sín, að hiin heyrði alls ekki, þeg-
ar hr. Longfield fór fram á að skilnaðarkröf-
unni væri framfylgt. Hún heyrði ekki, þegar
dómarinn kvað upp skilnaðarúrskurðinn'
Hún fann ekki fyrir öðru í réttarsalnum en
bláum augum Peters, sem störðu á hana.
Skömmu síðar kom hr. Cesterton til hennar
og snerti við handlegg hennar: „Þá er þessU
lokið, frú Kelway. Þetta gekk fljótt og vel
fyrir sig.“
Fran varð að taka á því sem hún átti, til
]>ess að geta staðið á fætur. Þegar hún gekk
út úr salnum ásamt hr. Chesterton stóðst
hún þá freistingu að líta í átt til Peters. Að
hvaða gagni kæmi það? Þau bönd sem áður
höfðu hnýtt þau, voru nú slitin fyrir fullt
og allt. Það var ekki þess vert að ýfa sárið
og horfa á hann aftur, til þess eins og kvelja
sig með þeirri tilhugsun, að hann hefði vilj'
120
HEIMILISBLAÐlí’