Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 34
ins. Þegar um borð kom, varð Susan óvenju
kát í skapi, og hafði þó verið þögul og nán-
ast hnuggin að undanförnu. „Iívað kætir þig
svona, móðir góð?“ spurði Fran.
„Ekkert, væna mín,“ flýtti Susan sér að
segja. Hún tók hönd Fran undir arminn og
gæti þess að halda henni burtu frá hin-
um hluta þilfarsins. „Það var bara svolítið
skrýtið sem ég uppgötvaði varðandi einn af
ferðafélögunum. Þú veizt að ég hef gaman
af því að velta fyrir mér skoplegu hliðun-
um á fólki.“ Svo hló liún við á ný.
„Það gleður mig, að þú ert í svona góðu
skapi,“ sagði Fran stuttlega. „Ég fyrir mitt
leyti verð að viðurkenna, að mér finnst það
ekkert sérlega gleðilegt að verða að fara
burtu. Mér leiðist sannarlega að verða að
yfirgefa þig, Susan.“
„Elsku stúlkan mín!“ Fjólublá augu Sus-
an urðu aftur alvarleg, og hún klappaði Fran
alúðlega á kinnina. „Við munum líka sakna
þín fjarska mikið, það máttu vita. Fjarska
mikið. En þú verður að koma fljótt heim
aftur, og þá ferðu með okkur í langt ferða-
lag.“ Eftir andartaks þögn bætti hún við
eins og í samhengisleysi: „Þú lítur annars
verulega vel út í dag.“
Fran var klædd brúnum ferðafötum, sem
fóru vel við háralitinn, en um hálsinn hafði
hún rauðleitan silkiklút lausbundinn. A liöfði
bar hún samlitan filtliatt.
„Ég hef að vísu misst eiginmann í þessu
landi, en í staðinn hef ég þó lært að klæða
mig,“ sagði hvin eilítið kaldhæðnislega.
„Ég er sannfærð um, að þú krækir þér í
annan mann fyrr en varir,“ sagði Susan og
hló við. „Ég er viss um, að áður en langt
um líður fáum við skeyti frá þér, svohljóð-
andi: Kem aftur með eiginmanninn. Kær
kveðja. Fran.“
Fran brosti dauft. Hún skildi ekki, hvers
vegna Susan var allt í einu komin í svona
gott skap. í lestimii liafði hún verið þögul
og alvarleg.
Nú kom þjónn sem bað það fólk er ætlaði
ekki með skipinu, að fara í land, og Susan
greip Fran í fang sér og faðmaði hana af
móðurlegri hlýju.
„Settu upp góða skapið, Fran litla. Ég
er viss um, að allt gengur betur eftirleiðis en
122
hingað til. Það rætist úr þessu öllu .. . og
þú veizt, að mér þykir vænt um þig.“
Fran stillti sig um að fara að tárast.
„Mér þykir líka vænt um þig, Susan —
ég er svo hamingjusöm yfir því að hafa fund-
ið þig.“
Susan brosti nú gegnum tárin og tók upp
örsmáan vasaklút. Síðan snerist hún á hæli
og gekk niður landgöngubrúna. „Bara að
þetta skip fari að leggja af stað,“ tautaði
hún með sjálfri sér, „svo að Fran geti ekki
farið aftur í land.“
En enn leið góð stund áður en skipið legði
frá hafnarbakkanum. Susan leit upp þangað
sem Fran stóð og fannst hún vera svo lítil
og umkomulaus meðal ókunnugra farþeg-
anna. Rauður hálsklútur hennar blakti fyrir
veikri golunni, og hún veifaði með litla, rauða
lakkveskið sitt í hendinni, unz skipið seig að
lokum frá landi. Og þá hrópaði Susan til
Fran í hinztu tilraun til að hressa hana við:
„Mundu nú að koma aftur með eiginmann-
inn!“
Fran vinkaði á móti, en brátt varð tilgangs-
laust að veifa meira. Rauða taskan hætti að
skera sig úr hópinum á þilfarinu, enda fór
Fran brátt undir þiljur og varð þungt fyrir
brjósti af söknuði.
í breiðum stiganum var urmull af fólki,
sem safnaðist utan um hofmeistaranrí til þess
að fá skipt um káetur eða spyrjast fyrir u®
símskeyti. Hún ruddi sér braut gegnum þyrp'
inguna og áfram niður stigann.
Káetan hennar var við þilfar nr. II. IIÚD
gekk eftir upplýstum ganginum og skimað'
eftir káetunúmerinu sínu. Hjálpfús þjónn
gekk til móts við hana.
„Ég býst við því, að frúin sé á mínu uiH'
ráðasvæði,“ sagði liann brosandi. „Það ef
númer áttatíu og þrjú, er ekki svo? Hér eT
það, frú.“
Ilann opnaði dyrnar fyrir hana, og Fra11
gekk á undan honum inn í káetuna.
Fran liafði pantað einkakáetu og varð ]1('s?
vegna undrandi þegar hún sá stafla af ferðs
föggum standa á gólfinu; það var reyndal|
karlmannsfarangur, þegar betur var að g^ð-
„Þetta er ekki minn farangur, þjónn,
sagði hún.
Þjónninn laut yfir farangurinn. „Þér ver1
ið að afsaka, frú mín. Þetta hlýtur að ve1<l
misskilningur. Ég hef farið með þetta hiD»
nEIMILISBLAPlP
1