Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 42
vegna lieldurðu að ég hafi mætt í þessum andstyggilega réttarsal og leyft málafærslu- mönnunum að koma með niðurlægjandi ásak- anir í þinn garð? Iivers vegna heldurðu að ég hafi fallizt á skilnaðinn? — Ef ekki vegna þess að ég þóttist sannfærð um, að þú vildir kvænast Dorothy?“ „Drottinn minn dýri!“ Peter steig skrefi fjær henni. Hann lét fallast þunglamalega á rúmið og strauk hendinni um ennið. „Iívern- ig kemur þetta eiginlega heim og saman?“ stundi hann. „Ég liélt þú vildir skilnaðinn af því að þú ætlaðir að giftast Jim. Þú ætl- ar þá ekki að giftast honum, Fran?“ Rödd hans olli því, að hana langaði sízt af öllu til slíkt, en engu að síður gat hún ekki að því gert að fyllast nokkurri gremju í garð Peters. „Ef ég gifti mig ekki Jim,“ svaraði hún, „þá er það að minnsta kosti ekki þér að kenna. Þú hefur gert allt sem þú hefur getað til að kasta mér í fangið á honum.“ En Peter var sama, hvort hún var reið eða ekki, aðeins ef hún giftist elcki Jim Marlowe. „En hvað í ósköpunum ...“ Og nú var það hann sem tók að hlæja — að sinni eigin heimsku. Svo reis hann á fætur og stóð fyrir framan hana. „Ég elska þig, Fran,“ sagði hann hrærður. „Ég veit ekki, hvort þii kærir þig um mig eftir allt sem hefur skeð, en ef ...“ Og allt í einu var henni horfin öll reiði. Orðin höfðu valdið því. Þau orð sem hún hafði þráð að heyra — heitara en hún hafði þráð nokkuð annað. Hún varpaði sér í fang hans, lagði hendurnar um háls honum og þrýsti sér upp að honum. Ilún grét af gleði yfir því að vita, að hann elskaði hana — og að ekkert hindraði hana lengur í því að elska hann eins heitt og mikið og liún var fædd til og þráði mest. Samt sem áður gat hún ekki að sér gert að segja: „Þú hefur verið mikill kjáni að sjá það ekki, að ég elskaði þig, Peter. Ég skil ekki, hvers vegna þú sást það ekki í veizlunni hjá Susan.“ „Ég hef víst verið mikill kjáni,“ svaraði hann. En hvaða máli skipti það núna? Hann var svo liamingjusamur á þessari stundu, að honum var sama um allt; liann stóð með Fran í örmum sér, strauk henni um hárið og laut niður að henni til að kyssa liana. 130 Svo lyfti hann henni upp og sagði: „Kon- an mín!“ Fran hló af einskærri gleði. Svo datt henni allt í einu dálítið í hug og hún spurði: „En ég er alls ekki konan þín lengur, Peter, er það 1“ Hann hrukkaði ennið og leit djúpt í augn henni. „Þá geturðu samt treyst því, að það verður innan skamms!“ svaraði hann og brosti. Mánuði eftir þetta las Susan upphátt sím- skeyti fyrir John, þar sem þau voru úti 1 garði við sumarhúsið sitt á Capri. „Það var einmitt þetta sem ég sagði við hana, að hún myndi segja mér í símskeyti/ sagði Susan og hló við af ánægju. „Kem aftur með eiginmanninn. Kær kveðja. Fran.‘ — Ég vissi, að þetta myndi allt saman lag- ast aftur. Eg vissi það um leið og ég sá Pet- er, þennan myndarlega aula liennar, standa a þilfarinu á sama skipinu og hún var að fara með. En ég þurfti að beita lagi til að kom» í veg fyrir, að hún sæi hann of snemma, —' því að annars liugsa ég að lnin hefði stokkið aftur í land og liætt við að sigla!“ Endir. Ný framhaldssaga byrjar í næsta blaði og hcitir Mágkona lians. Þetta er franska kvikmynda- leikkonan Catherine Deneuve. Hún lék nýlega aSalhlutverkið, Lucile, í kvikmynd sem byggö er á sögu frönsku skáldkonunn- ar Prancoise Sagan. HEIMILISBLAhl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.