Heimilisblaðið - 01.05.1969, Side 21
„En þú átt þó ekki við, að Nin viti og
vilji þetta?“
„Ef ekki, þá er hann allavega góður leik-
ari,“ svaraði Andrew þurrlega. „Þú verð-
ur sjálf að viðurkenna það.“ Þegar hún
svaraði ekki, hélt hann áfram þýðnm rómi:
„Jill, þegar ég kom áðan og kyssti þig og
]m hélzt það væri Nin, þá sagðirðu: Ó, Nin,
— og þú varst undrandi og glöð; óumræði-
lega glöð. Ég er viss um, að það er langt um
liðið síðan hann hefur kysst þig þannig. Samt
sem áður elskarðu hann.“
Jill var of sárhrygg til að geta borið á móti
þessu. Hún kinkaði aðeins kolli. „Sú var tíð-
in, að ég hélt í raun og veru að Nin kærði
sig um mig,“ svaraði hún lágt. „Ég var víst
mikill kjáni. En ég hef alltaf haldið, að ef
við giftumst, þá myndi honum koma til með
að þvkja vænt um mig. Ég veit, að hann.
þráði það, og ég vonaði, að þannig myndi
fara. Ég greip tækifærið, því ég hélt það
væri þess virði.“
„Það er það líka,“ svaraði Andrew sann-
fffirandi, „ef þú getur komið því svo í kring,
aS allt það sem Cathrine hefur á móti þér,
reynist á röngu bvggt. En Jill, þetta verð-
rirðu að gera áður en þið Nin giftizt, annars
er áhættan of mikil. Þá ertu bundin, og þá
Verðurðu óhamingjusöm, ef hlutirnir þróast
ekki á þann veg sem þú óskar þér. Og allra
ohamingjusamastur verður þó Nin, því að
hann verður allan tímann skiptur í tvennt
tilfinningalega — milli þín og Cathrine —
°g hún mun sjá svo um, að hann haldi áfram
að vera það. Þú skalt ekki gera of lítið úr
kenni. Ef hún getur ekki fengið hann sjálf,
n hún sjá svo um, að pú fáir hann ekki
keldur; mundu það.“
„Andrew.“ Hún leit einbeitt í augu hon-
11rn- „Heldurðu, að það sé nokkur von fyrir
mig f <
„Já, það held ég reyndar.“ Iíann sleppti
kendi hennar og stóð á fætur. „Það hefur
komizt upp í vana hjá Nin að hugsa um
Oathie, en ég held að hann hafi í raun og
Veru aldrei elskað hana ...“ Orðalag Joee-
tVu, hugsaði Jill vongóð. „Þú veizt, að Nin
er ekki eins og flestir aðrir; hann hefur næst-
Ulu óeðlilega mikið vald yfir sjálfum sér, eins
°S ég hef áður sagt, og má ekki vamm sitt
vjfa. Hann lieldur sig hafa verið hrifinn af
^athie síðan við vorum börn, og liann hefur
^EIHILISBLAÐIÐ
aldrei litið á annan kvenmann, það bezt ég
veit. IJann hefur sett Cathie á stall og til-
beðið hana úr fjarska. Hann sér ekkert at-
hugavert við það, og að vissu leyti er það
heldur ekki. Cathie geðjast vel að því valdi,
sem hún hefur yfir honum. En í heiðarleika
sagt, Jill, þá þarfnast Nin einhvers áfalls
liggur mér við að segja, sem gæti vakið hann
af dvalanum — hrifið hann úr þessu óminni,
ef svo má að orði komast. Dáleiðslunni varð-
andi Cathie! Reyndu að vekja hann af þess-
um dvala, og þá getum við kannski öll búið
hamingjusöm saman.“
„Já, en ég veit bara ekki ...“ Jill hrukkaði
brýnnar.
„Ekki það?“ Hann stundi við. „Nin hef-
ur átt óvenjulega ævi. Hann og Cathrine trú-
lofuðust meðan hún var enn í skóla og hann
var að ljúka við Dartmuoth-vistina. Eftir
það var hann í þjónustu á Norður-íshafinu.
Hann hefur aldrei verið mikið hér heima, en
hann hefur alltaf átt sér eina kvenhugsjón:
Cathie, sem hann yildi að biði sín. Sálfræð-
ingur gæti grundvallað sitthvað á öðru eins
og þessu, þótt ég geti það ekki. En ...“
Hann brosti við henni, og það vottaði fyrir
fyrri glettni í brosi hans: „Það er dansleik-
ur í kvöld, eins og þú veizt — það ætti að
gefa þér tækifærið. Fallegur kjóll, Jill í
fínasta skrúði, dálítið rómantísk stemning,
jafnvel sést til tungls — ef ekki fer aftur
að rigna. Og ég skal sjá um, að Cathie kom-
ist. ekki um of í spilið. Iívað segirðu við
því ?“
„Hvað get ég sagt ...“ Hún reyndi að
brosa. „Iívað get ég sagt annað en að ég
skal revna.“
„Skynsöm stúlka!“ sagði Andrew. „Þetta
grunaði mig líka alltaf.“
„En heyrðu, Andrew. Sem jafnan fyrr
gerði hann hana undrandi. „Hvað býst ]>ú
við að græða á þessu? Ég á við ...“
„Ég veit hvað þú ert að fara, Jill.“ Hann
lagði handlegginn yfir um hana og beindi
förinni í átt til dyranna. „Ég verð að brýna
sverðið. En ég hef góðan tilgang, jafnvel þótt
þú trúir því ekki. Ég er að revna að vinna
eiginkonu mína á mitt band aftur. Þú mátt
hlæja að því eins og þú vilt, en ég er líka
yfir mig hrifinn af Cathie, og ég hef orðið
fyrir miklu meiri og sífelldari freistingum
gagnvart henni en Nin hefur verið um
109