Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Page 22

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Page 22
 HAFMEYJAN Ég man þá ég var ungur, að eitt sinn heyrði eg af sævarhúa sögu, sú saga’ er merkiieg. Ef höldar vilja hlýða, og hrundir Mararöáls, ég söguna skal segja, þótt sögð verði’ ei til hálfs. Og sagan byrjar svona, að „séra“ nokkur bjó að Höfða í Höfðahverfi, hann hélt oft kœnu á sjó. Hann þótti nokkuð þolinn, og þrár í fiskileit, og alltaf einliver skepna á öngulinn hans beit. Það bar svo til á bjartri og blíðri sumarnótt hann fór til fiskileitar, er festi blundinn drótt. Hann bjó til vað og beitti, í bláan renndi mar, og þarna sat hann þolinn, og þó varð hann ei var. Og þarna sat hann lengi, en seinast varð hann fár, hann bjóst að lialda í burtu, og spenna ár. En þá í þeirri svipan hann þóttist finna glöggt, að kippt var knappt í fœrið, já, kippt svo afar snöggt. Hann tók að draga og draga, en drátturinn var stór, svo knúðist gull af keipum og kolblár freyddi sjór. Sem Þór við „orminn“ endur, hann ötull þreytti kapp við dráttinn þann hinn dýra, en drátturinn ei slapp. Sté undan bárum bláum ein björt og fögur mey með Ijósa, slegna lokka, á lítið starði’ hún fley. Hún höndum brá að hjarta og hrundu tár af brá, hún bleik: varð öll af ótta og óðar féll í dá. En guðsmaðurinn gildi þá greip hið fagra sprund, hann bjó um hana í bátnum og benti róðri að grund. Hann bar liana til bœjar og bezt sem orðið gat var hlúð að hröktu sprundi, en hún œ döpur sat. 154 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.