Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 3
Skysömdýr,sem ég heíkynnsf EFTIR ARCHIBALD RUTLEDGE Enda þótt ég hafi um sex áratuga skeið i’annsakað hátterni dýra úti í náttúrunni, hef ég aldrei verið fær um að segja fyrir uni það með vissu hvernig þau brygðust yið hinum ólíku kringumstæðum, því að hvað eftir annað hafa þau brugðið út af >.normalli“ hegðun sinni, og þá einkum ef þeim finnst lífi sínu einhver hætta búin. Á unglingsárum mínum fór ég oft á refa- veiðar á hestbaki, og dag nokurn fór ég a þeysingsreið gegnum furuskóg ásamt hundum mínum í eltingaleik við ref. Svo leit út sem rebbi væri að því kominn að gefast upp, og ég varð gripinn meðaumkv- hn með honum, keyrði hestinn sporum og reið áleiðis frá hundunum. Þannig bjóst eg við að bjarga lágfótu undan bráðum bana. Inni í skóglendinu lá fremur mjó járn- bi'aut, sem notuð var til timburflutninga. ^ar sem ég nú reið fram með þessari braut barst mér að eyrum skrölthljóð, og ég sá smá-reykjarstróka birtast ofan við trjá- I°ppana. Löng brautarlest hlaðin furutrjá- stofnum nálgaðist. Nú var refurinn kom- !11n næstum að teinunum. Geltandi hund- arnir nálguðust hann óðfluga, og rebbi var auðsjáanlega í slæmri klípu. Gæti hann komist að brautinni og yfir hana, áður en lestin kæmi, og á þann hátt stungið hund- ana af eða að minnsta kosti seinkað ferð- um þeirra? Ég hafði á tilfinningunni, að rebbi hefði þó eitthvað annað í huga. En hversu útsmoginn hann var komst ég þó ekki að raun um fyrr en ég sá hann fram- kvæma hlut sem kostaði í senn útsjónar- semi, hyggindi og hæfni til skyndilegrar ákvörðunar. Refurinn reyndi ekki að komast að tein- unum og yfir þá áður en lestin kom. Þess í stað stanzaði hann í brekkunni ofan við brautina og sat þar hinn rólegasti þangað til eimreiðin og fremstu vagnarnir voru komnir framhjá. Þá spretti hann skyndi- lega úr spori — og hoppaði upp á trjábol- ina í einum af hinum opnu flutningavögn- um. Hann hafði bjargað eigin skinni, og þar sem lestin fjarlægðist á fremur hægu skriði sá ég hvar hann renndi augum háðs- lega aftur til þeirra sem eftir stóðu með lafandi eyru og slefandi skolta og höfðu misst af bráðinni. I húsinu okkar uppi í sveit hékk karfa ein í anddyrinu. Einu sinni uppgötvuðum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.