Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 27
snjáð, hafði óhreinan, stífan flibba og litla
þverslaufu, sem snúizt hafði og var nú
aftur undir vinstra eyranu. Skringilegt
fyrirbrigði í alla staði í þessu umhverfi.
Þó Willie Curzon hafi verið undrandi,
þá var Jay Coulter það miklu meira. Hún
starði á litla manninn með augum, sem
urðu í sífellu stærri og stærri, og svo rak
hún upp óp.
„Pabbi!“ kallaði hún. Hún hljóp til hans
og faðmaði hann að sér. „Pabbi! — Pabbi
— er þetta þú í raun og veru?“
Litli maðurinn lét sér mjög vel líka
faðmlög hennar, en hann virtist hvorki
vera sérstaklega hrifinn eða undrandi yfir
því, að þau skyldu mætast í sannieika sagt
á jafn furðulegan hátt.
„Heyrðu, hvað er þetta — ert þú héma,
Jay?“ spurði hann með röddu, sem var
jafn skringileg og hann sjálfur. Hann depl-
aði augunum og leit einna helzt út fyrir
að vera gramur yfir þessari truflun.
„Hvaðan kemur þú? Það var merkilegt,
að við skyldum hittast hérna. Kemur þú
heiman frá New York?“
„Já, pabbi — já, það geri ég — það held
ég — ég veit ekki vel, hvaðan ég kem.
Ég er svo ringluð." Hún hló og grét á víxl.
Litli maðurinn klappaði henni viðutan á
öxlina, meðan hann losaði sig hægt og hægt
úr faðmlögum hennar. „Jú — ég kem frá
New York, en mér finnst bara heil eilífð
síðan. Þú hefur enga hugmynd um, í hverju
ég hef lent---------.“
„Nú, nú, lítum á,“muldraði litli maður-
inn. „Hefur þú let í einhverju? Það var
— það var nú skrítið. En úr því þú kem-
ur frá New Yo’rk, geturðu þá ekki sagt
mér, hvort þú hefur hitt Eggleston? Mig
langar mjög mikið til að vita, hvort hann
hefur fengið kassann, sem ég send hon-
um. Það var safn af hlutum úr beina-
grindum, mjög fátíðum. Og það er langt
síðan ég sendi honum hann. En ég hef
ekki heyrt eitt einasta orð frá honum. Póst-
samgöngurnar eru heldur ekki eins reglu-
legar í þessu landi og æskilegt væri. 1 þess-
um kassa var hauskúpa — afarsjaldgæf
hauskúpa. Getur þú hugsað þér, stúlka
mín, neolitisk....‘
„Pabbi!“ greip unga stúlkan fram í fyr-
ir honum. „Heyrðu nú, prófessor — ertu
ekki nokkurna hlut glaður yfir því að sjá
mig aftur?“
„Auðvitað — jú, auðvitað er ég glaður,
ég er mjög glaður. Það var mjög fallegt
af þér að koma hingað og heimsækja mig.
Hvernig líður þér, Jay?“
„Ágætlega!“ svaraði unga stúlkan þurr-
lega. „En þér, pabbi?“
„Ég hef gert mikla uppgötvun, stúlka
mín, stórkostlega uppgötvun!“ sagði próf-
essorinn með hrifningu. „Hérna fyrir ofan
okkur er annar hellir. Maður getur ekki
séð munnann á honum héðan að neðan, en
það er geysilega merkilegur hellir, get ég
fullvissað þig um, frá posttertiæra tíma-
bilinu. Ég hef fundið þar nokkra dásam-
lega, glerhúðaða leirmuni. Og geturðu
hugsað þér — fyrir skömmu síðan gróf
ég upp mjög fagurt . . .“
Hann hætti allt í einu við setninguna,
og um hann fór kuldahrollur skelfingar-
innar.
„Dásamlega leirkerið mitt!“ kveinaði
hann. „Það er brotið!“
Jay leit á brotin úr leirkerinu, sem hún
hafði mölvað á höfði Curzons fyrir
skömmu síðan. Hún vissi ekki, hvort hún
átti heldur að hlæja eða gráta. „En hvað
þetta er leiðinlegt, pabbi,“ sagði hún. „Það
hlýtur að hafa verið mjög fallegt, áður en
það brotnaði." Hún talaði eins og krakki.
Prófessorinn lagðist á hnén og tók að
safna saman brotunum, mjög raunalegur
á svipinn.
„Það var líka ófyrirgefanlegt kæi’uleysi
af mér að láta þetta standa hérna. Ég hefði
átt að setja það á öruggan stað,“ sagði
HEIMILIjBLAÐIÐ
171