Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 30
í ámunda við bæinn; hann rauk í hann geltandi og glefsandi, og ýfði kambinn. „Það er einmitt svona stór og vargaleg- ur hundur, sem ég þarf á að halda,“ sagði hann. „Ég er nýbúinn að kaupa mér skemmtibústað hérna í grenndinni, en af því að hann stedur á dálítið afviknum stað, þá hef ég afráðið að fá mér hund. Ef þér viljið selja mér stóra St. Bernhardshund- inn yðar, þá skal ég gefa yður 300 krón- ur fyrir hann.“ Húsfreyja varð svo alveg steinhissa, að hún tók sér sæti líka. 300 krónur! En þau ósköp af peningum. Það var meira en það, sem hún skuldaði Rasmussen. En Knútur litli fór að gráta, og mamma hans sagði: „Það er ekki ég, sem á hundinn. Knútur minn fékk hann einu sinni hjá heldri manni, sem bjó hérna í grenndinni.“ „ Já, ég sé, að honum er sárt um að missa af honum,“ sagði maðurinn; „en þú þarft ekki að taka þér það svo nærri, drengur minn, ég var bara að spyrja.“ Kútur litli grét nú enn meira, og mamma hans sagði manninum þá frá ástæðum sín- um, að þau mundu lenda á sveitina, ef þau greiddu ekki skuldina. „Jæja, heyrðu mig þá, drengur minn, þá finnst mér að þú ættir að selja mér hudinn þinn. Þú getur komið til mín og séð hann, svo oft sem þú vilt. Og þú mátt vera viss um, að ég læt fara vel með hann.“ „Nei,“ sagði Knútur kjökrandi, „Trygg- ur er óvanur við að bera hlekki.“ „Hlekki!“ sagði maðurinn hávær, „nei, ég skal enga hlekki á hann leggja. Það gæti ég ekki fengið af mér, mér þykir allt of vænt um hunda til þess.“ „Þá — já, þá — megið þér gjarna fá hann,“ sagði Knútur kjökrandi, „fyrst þér bara ætlið að fara vel með hann.“ „Ég er ekki hræddur um, að það ami að honum hjá okkur,“ sagði maðurinn, „því að kona mín og dóttir munu hafa hið mesta dálæti á honum. En nú getið þið hugsað um þetta til morguns. Ef þú vilt selja mér hundinn, þá komdu með hann til mín. Hérna er nafnspjaldið mitt.“ Ekki kom Knúti litla dúr á auga nótt- ina eftir, og mömmu hans ekki heldur, því að hún kenndi svo í brjósti um drenginn sinn. Nú átti að taka Trygg frá honum, sem var eina yndið hans. En hvað það var raunalegt, að hún skyldi vera svona fátæk og umkomulaus. Það var eins og Trygg grunaði, að hann ætti að sjá á bak vini sínum, því að þeg- ar Knútur kallaði á hann með grátrödd daginn eftir, til þess að fara með hann til hallarinnar, þá vildi hann ekki fara með honum. Og þó var honum ekki annað kær- ara en að fara með Knúti hvert sem hann fór. Knútur varð að festa taug í hálsbandið á honum og teyma hann þannig með sér. Aldrei fyrr hafði legið eins illa á Knúti, eins og þegar hann labbaði aftur heim- leiðis Trygglaus. Tryggur hafði gólað og reynt að stökkva yfir múrinn; en múrinn var hærri en svo, að hann gæti það, og svo gafst hann upp við það, en ýlfrandi var hann. Þau hjónin og dóttir þeirra vildu nú gefa Trygg allt hið bezta, sem á borðum var, kjötkássu fyrst og síðast rjóma. En hann vildi ekki við því líta. Þau bundu hann ekki, en hann leyfði engum að klappa sér; óðara en þau ætluðu að mynda sig til þess, þá tók hann að urra og sýna í sér hvítu tennurnar. „Jæja,“ sagði herramaðurinn við þær, konu sína og dóttur, „hann venst okkur bráðum.“ Móðir Knúts borgaði nú alla skuldina, svo að hún þurfti nú ekki því að kvíða í bráðina, að hún lenti á sveitina. En þó leið þeim báðum hálfilla; þau söknuðu Trygg'S svo sárt. Hann var alltaf í huga Knúts, og hann var sannfærður um, að hann gæti 174 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.