Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 16
Við beyg.juna mjókkaði gangurinn, og það varð sífellt lægra og lægra undir loft- ið. En með því að ganga bogin komust þau að lokum til útgöngudyranna. Þau komu út á snös, sem slútti út yfir aðra djúpa gjá, sem lá samsíða hinni, sem þau voru að koma frá. Curzon þurfti ekki annað en renna aug- unum út yfir þetta stórbrotna landslag, sem fyrir framan þau var, til þess að gera sér grein fyrir innbyrðis sambandi gjánna og legu þeirra í heild. Þegar þau voru að klifra upp hallann, hafði hann haldið, að þetta væri fjall, sem væri nátengt hinum fjöllunum. En nú komst hann að raun um, að þetta var aðeins mjór fjallskambur, sem varla væri meira en hundrað metrar á þykkt um ræturnar. Hann hóf sig í him- ignæfandi hæðir og teygðist óravegu í báð- ar áttir. Hann lá milli tveggja djúpra gjáa, sem hann greindi sundur með sinum him- insæknu, ósigrandi hamraveggjum. Hérna megin á fjallshryggnum var ekki, eins og hinni hliðinni, stígur, sem lá niður í djúpið. Fjallið var þverhnípt, eins og það hefði verið sniðið lóðrétt með hníf. En von- brigði Curzons að þessu leytinu breyttust skyndilega í nýjar vonarglæður, þegar hann sá, að ytri flötur hamraveggsins með nokkurri þykkt var klofinn frá hinum með lóðréttu sniði, þannig, að rifa myndaðist, sem hægt var að komast eftir niður á botn gjárinnar. Cui'zon var ekki í neinum efa um það, að maðurinn, eða hvað svo sem það var, sem borðað hafði niðursuðuvörurnar hérna uppi, hefði dregið sig í hlé eftir þessari leið. Hann varð að viðurkenna fyrir sjálf- um sér, að hann var mjög forvitinn að hitta þessa dularfullu veru. Út af fyrir sig mátti honum einu gilda, hverjir væru á rjáli á þessum veglausu svæðum, en þegar Jay hafði sagt, að hann vissi áreiðanlega deili á þessum dularfulla manni, hafði brugðið fyrir glampa í augunum á hon- um, sem gaf ótvírætt í skyn, að hún sjálf hefði grun um, hver þetta mundi vera. Svo ósennilegt sem honum fannst það, að uga stúlkan gæti búizt við að hitta kunn- ingja hérna í þessu ræningjahreiðri, gat hann samt alls ekki losað sig við þann grun, að hún mundi vita meira, en hún vildi vera láta. Aftur snerií hugsanir hans til Ruy da Luz og þeirrar gildru, sem ungu stúlkurn- ar höfðu leitt þann mann í. Hann sagði við sjálfan sig að minnsta kosti í tuttug- asta skiptið, að það hlyti að vera eitthvert samband milli da Luz og ungu stúlknanna, ef til vill aðeins annarrar þeirra, og þá mundi það vera Mexíkóstúlkan. En hvert sá sérkennilegi kunningsskapur átti rót sína að rekja, og hvernig kornung, ame- rísk stúlka eins og Jay gat verið flækt í þetta mál, var og varð óleysanleg gáta í hans augum. Hermína var dekruð stúlka og mjög kviklyndí skapi. Gat það hugsazt, að hún í rómantísku hugarringli hefði far- ið að daðra við þenna alþekkta ræningja og haldið leiknum lengra en hún í fyrst- unni hafði ætlað sér? En hvernig gat hún dregið hina varkáru og íhugulu Jay Coulter með sér inn í þetta ævintýri? Curzon and- varpaði. Allt þetta var jafn flókið völund- arhús í hans augum og hinn stórkostlegi vefur djúpra gjáa í Chuchuichupa-fjöll- unum. Hann sneri sér við og leit á Jay. „Haldið þér, að þér getið klifrað niðui' eftir þessari rifu?“ spurði hann og benti á hina mjóu klettaglufu. Jay var nú komin alveg til hans og gægð- ist niður í glufuna yfir axlir honum. „Það mundi ég áreiðanlega geta,“ sagði hún. „Aðeins að ytra skurnið haldi. Það er ekki mj ög sterklega ásýndum, og ef það skyldi hrynja saman, þá----------“ Curzon horfði þögull niður í þessa mjóu glufu. Rifan náði svo að segja alveg til botns. Eftir nokkrar vikur eða mánuði 160 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.