Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 21
ekki annars úrkosta. Ég kæri mig kollótt- an um Hermínu og óðal föður hennar. Ég var svikinn . . . “ „Ég get ekki þolað að heyra yður ljúga,“ sagði hún, og þegar hún sneri sér við, sá hann að hún var með tárin í augunum. „Þér eruð glataður maður, Ruy da Luz, það er engin leið að bæta yður.“ „Þér getið ekki krafizt of mikils af Ruy da Luz,“ sagði hann beiskjulega. „Nei,“ sagði hún gremjulega. „Og þess vegna hata ég sjálfa mig! Að hugsa sér, að ég er ekki nógu skapsterk til að stand- ast — ég á við — ég hata sjálfa mig af því að ég hef verið nógu veik fyrir eitt augnablik, aðeins eitt augnablik, til þess að ... að ... að . .. “ „Hvað?“ spurði hann lágt. Orð hennar hljómuðu eins og játning, en hann þorði ekki að trúa því. Það mundi vera of kjána- legt að láta sér detta í hug, að hún kærði sig um hann — að hún á nokkurn hátt mundi endurgjalda tilfinningar hans. Og þó — hvað þýddi þessi óánægjusvipur á andliti hennar. „Jay - þér meinið þó ekki?“ „Ég meina ekki neitt sérstakt — ég meina ekki neitt af því, sem þér hugsið!" sagði hún með óskýrri röddu. Hún stóð upp í skyndi, og bros hennar var eins og skjöldur, sem hún lyfti upp til að verjast honum. „Nú fer ég aftur til hinna tveggja,“ sagði hún ákveðin. Hún gerði sig líklega til að halda leið- ar sinnar, en nam allt í einu staðar, beygði sig niður og gægðist út yfir brúnina á klettasnösinni. „Lítið þér á,“ sagði hún hvíslandi og greip í ei-mina á treyju hans. Curzon skreið fram á brúnina og gægð- ist niður í þetta hyldýpisgin. Þarna niðri á botni þessarar mjóu klettagjár, svo að segja beint undan staðnum, sem þau voru á, beið hópur af mönnum í brúnum ein- kennisbúningum. Þeir voru allir í sams konar einkennisbúningum, og af höfuðföt- um þeirra var auðséð, að þetta voru her- menn. Hann taldi tólf menn, og hann veitti því eftirtekt, að þeir höfðu hnakktöskur með sér, og að hermennirnir voru að öllu leyti útbúnir í hernað. Forustuna fyrir þeim hafði magur og slánalegur liðsforingi, sem reið í broddi fylkingar. „Hann gæti líkzt Aldape liðsforingja,“ sagði Curzon. „Honum gleymi ég ekki svo fljótt. Það er víst ég, sem þeir eru að leita að.“ „Iss-sss!“ hvíslaði Jay í eyrað á honum. „Hafið hljótt um yður, þeir gætu heyrt til yðar.“ „Já, hvað svo?“ Hann leit á hana með miklum undrunarsvip. „Það eru ekki nema tver dagar, síðan þér voruð rei'ðubúin að selja mig, dauðan eða lifandi, fyrir tíu þúsund pesos. Munið þér ekki eftir því? Nú býðst yður ágætt tækifæri til að koma þeirri verzlun í framkvæmd." „O-oh, nei — nei, alls ekki!“ Það var engu líkara en hrollur færi um hana, þegar hún var minnt á þetta. „Þér megið ekki tala svona. Nú er allt orðið öðruvísi.“ „Er það?“ Hann brosti. „Og að hvaða leyti er það öðruvísi? Ræninginn da Luz getur ekki á neinn hátt fallið yður betur í geð, eftir að hann hefur verið svo frek- ur að tjá yður ást sína. Þér þurfið ekki að kalla nema lágt, til þess að hermenn- irnir þarna niðri heyri til yðar.“ Hermennirnir riðu niðurlútir fram hjá. Ekki einum einasta þeirra varð á að líta upp. Þeir höfðu enga hugmynd um, að at- hugul augu tveggja manneskja fylgdust með hreyfingum þeirra. „Mér finnst satt að segja, að þér ættuð að kalla á þá, meðan tími er til,“ ráðlagði Curzon henni. „Það mundi þýða frelsun bæði fyrir yður og vinkonu yðar, og engin leið er að vita, hvernig annars mundi fara. Hermennirnir þarna eru of fámennir til að geta sigrazt á ræningjaflokki Barboza, HEIMILISBLAÐIÐ 165

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.