Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 18
gammur — sem var þarna uppi í forsal vindanna og hnitaði í sífellu hringa sína yfir fjarlægum, bláum fjallatindi. Allt í einu heyrði hann undrunarhróp frá Jay. Hann leit við og sá hana koma með leir- öskju í höndunum. „Sjáið — lítið þér á! Þetta fann ég í hrúgunum fast við ganginn,“ sagði hún. „Þetta er indíönsk leirkerasmíði — hún er áreiðanlega æfagömul." „Hún hlýtur að vera innan úr hellinum," sagði Curzon, „og þá hefur hún borizt út með rigningarstraumnum." Hann virti fyrir sér þessa einkennilegu leiröskju, sem var mótuð á mjög frum- stæðan hátt í líkingu við frosk. Efnið var fínn, hvítur leir, sem brenndur hafði verið og við það fengið fallegan slikjugljáa. Brúnirnar voru skreyttar með lituðum teikningum af mönnum og dýrum. „Pabbi mundi komast í sjöunda himin af hrifningu, ef hann sæi hana!“ sagði hún. „Ég skal segja yður, faðir minn er vís- indamaður. Hann er prófessor í fornmenja- fræði og safnar saman allskyns merkileg- um hlutum. Hann gæti sagt yður margt um þessa öskju — og það hvort sem yður líkaði betur eða ver,“ bætti hún við og hló lítið eitt. Curzon virti hana fyrir sér rannsakandi á svip. Þetta var í fyrsta skiptið, sem hún hafði gefið honum upplýsingar um sjálfa sig, og hann hafði áhuga fyrir því. Ekk- ert stóð honum meira á sama um en indí- ánska leirkerasmíði, en hann veitti því mjög mikla athygli, að Jay var dóttir vís- idamanns. Allt, sem viðkom henni og varp- aði Ijósi yfir líf hennar og uppruna, hafði mikla þýðingu fyrir hann. „Þér eruð frá New York?“ spurði hann. Hún svaraði honum með því að kinka kolli lítið eitt. „Það liggur víst einna næst að segja það. Ég veit annars eiginlega ekki, hvar ég á heima. Ég ferðast mikið með föður mínum.“ „Hvernig stendur á því, að þér eruð stödd í þessu landi?“ spurði hann. „Eruð þér hérna ásamt föður yðar?“ Hún horfði á hann með einkennilegu augnaráði, fullu undrunar, sem á hverju augnabliki virtist geta breytzt í óstjórn- legan reiðiofsá. „Já — er eitthvað merkilegt við þessa spurningu?" spurði hann og horfði undr- andi í augu henni. „Ég er hér stödd ásamt vinkonu minni Hermínu,“ svaraði hún stutt í spuna. „Við eruð skólasystur.“ Hún lagði öskjuna frá sér á jörðina og settist sjálf við hliðina á Curzon. Hún dró fæturna að sér og hélt með höndunum um hnén. Curzon leit forvitnislega á hana í laumi, en gætti þess vandlega, að hún tæki ekki eftir því. Síðasta klifrið hafði svo að segja alveg eyðilagt veizlukjól Jays. Það var nú ekki mikið eftir af honum annað en silkiríja, sem ennþá hékk á öxlum hennar. Sokkar hennar voru rifnir, svo að sást í bert hör- undið, hælaháu silkiskórnir voru þaktir leirleðju, og hællinn á öðrum skónum var næstum dottinn udan honum. Sérhver önnur stúlka mundi hafa verið mjög aumingjaleg í slíkum fötum, eða rétt- ara sagt fataleysi. En það var eitthvað yfir hinu djarfa og áhyggjulausa framferði Jays og hinum ótrauða persónuleika henn- ar, sem frábað sér einbeittnislega alla með- aumkun. Curzon fann til þeirrar tilfinningar við og við, að hún hefði í raun og veru gaman af þessu ævintýri. Hún tók öllu, sem að höndum bar á þann hátt, að engu var lík- ara en þetta hefði verið draumur, sem hún hefði lengi alið í brjósti sér og væri nú loks að komast í framkvæmd hjá henni. Og — það sem langmest áhrif hafði haft á hann — á hættulegasta augnablikinu hafði hún 162 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.