Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 25
og skríða upp í tunglið. En það er ekki nóg með það, að þér hafið notað síðasta dynamít-hylkið, sem ég átti, til þessa óþurftarverks. Dynamítið hefði ég getað notað á miklu þarflegri hátt. Nú sitjum við laglega í gildrunni. Við höfum engan matarbita, við höfum ekki einn einasta vatnsdropa — annaðhvort vei’ðum við að deyja úr þorsta, eða við verðum að skríða niður og gefa okkur á vald Barboza, ef við þá kjósum ekki heldur að fleygja okk- ur fram af brúninni hérna. Síðari kost- urinn er fullt eins góður og sá fyrri. Skiljið þér núna, hve heimskulega þér hafið hegð- að yður?“ „Ég held, að ég mundi gera það sama einu sinni enn, ef ég væri í sömu kring- umstæðum,“ svaraði hún þrjózkulega. Curzon horfði á hana, en svo var eins og honum skildist allt í einu, hvers vegna hún hefði hagað sér svo heimskulega. Reiði hans hvarí eins og dögg fyrir sólu, og hann horfði á hana með brennandi augnaráði. „Jay,“ sagði hann, „þýðir þetta, að það hafi verið af umhyggju fyrir mér, að þér gerðuð annað eins og þetta?“ „Ég hef ekki sagt neitt um það, hvers vegna ég gerði það,“ svaraði hún lágt eins bg hún vildi helzt hliðra sér hjá að svara. „Þér hafið eyðilagt alla möguleika til undankomu fyrir okkur,“ hélt hann áfram. „Þér hafið gert það án þess að hugsa um sjálfa yður. Þér hafið eingöngu hegðað yð- ur með tilliti til mín — og jafnvel þótt þér viljið ekki viðurkenna það með ótví- ræðum orðum, þá tala verk yðar sínu máli skýrt og skilmerkilega.“ Hann leit allt í einu upp oghnyklaði brýrnaríhugandi.„Ég man það núna — þegar ég fyrir skömmu síðan var að vakna til meðvitundar, fann ég ekki aðeins til áhrifa sprengingarinnar sem eins konar landskjálfta, heldur jafn- framt nokkurs annars. Ég man það greini- lega.“ Hann horfði á hana með hrifningu í augnaráðinu. „Það var koss, sem ég varð var við,“ sagði hann. Það liðu nokkrar sekúndur, þangað til hún svaraði, og þegar hún sneri sér að honum, voru kinnar hennar eldrauðar. „Þér haldið ef til vill, að ég hafi kysst yður, meðan þér voruð meðvitundarlaus — eða meðan ég hélt, að þér væruð meðvit- undarlaus. Ef þér hefðuð á réttu að standa, og ég hefði í rauninni kysst yður, þá þýddi það sama og það, að ég elskaði yður, en að ég óskaði ekki, að þér vissuð um það — ekki satt? Þessi er víst skoðun yðar?“ „Kysstuð þér mig, Jay?“ Varir hennar titruðu í brosi, sem bar ótvírætt vitni um taugaóstyrk hennar. „Leyfið mér að segja yður eitt, Ruy,“ sagði hún, og rödd hennar var nú alveg ró- leg, án snefils af geðshræringu. „Ef ég elskaði yður -— ég meina, ef ég væri gagn- tekin af einhverri tilfinnigu gagnvart yð- ur, sem væri svo voldug, að ég gæti ekki barizt á móti henni — ef ég hefði í raun og veru svo veika og vesæla skapgerð — þá mundi ég ganga fram á brún þessa hyl- dýpis þarna og fleygja mér fram af.“ Hún þagnaði og bætti við eftir stundarkorn: „Skiljið þér mig núna, Ruy?“ Hann svaraði með lítilli og dapurlegri höfuðhreyfingu. — „Já.“ „Já,“ sagði hún. „Það mundi ég gera, og svo tölum við ekki meira um það. „Við tölum ekki eitt orð meira um þetta!“ Hún strauk með hönd sinni yfir augu sér, eins og hún vildi strjúka eitthvað burtu, sem blindaði hana. Svo hló hún og reigði höfuðið aftur á bak. „Mér þykir hreinskilnislega sagt mjög leiðinlegt, að ég skyldi neyðast til að slá yður með leirkerinu og sprengja kletta- skurnið burtu, en ég iðrast ekki eitt augna- blik,“ sagði hún. „Þér verðið að finna ein- hverja aðra útgönguleið handa okkur.“ HEIMILISBLAÐIÐ 169

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.