Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 22
en þeir gætu að minnsta kosti tekið yður og Hermíu á brott með sér. Kallið þér nú bara í þá og látið þá vita, að þér séuð hérna!“ Hún leit upp og horfði á hann. Svipur- inn í fögru augunum hennar bar vitni um trega. „Gætuð þér í raun og veru trúað því á mig?“ hvíslaði hún. „Gætuð þér trúað því, að ég mundi svíkja yður í tryggðum — eftir allt það, sem þér hafið gert fyrir mig? Ef hermennirnir fengju að vita, að þér væruð hérna, þá ... þá . . .“ „Þá mundu þeir hiklaust skjóta mig,“ botnaði hann setninguna hjá henni kæru- leysislega. „Ef þeir þá kysu ekki heldur að láta snöru um hálsinn á mér,“ bætti hann við. „En hvað gæti yður þótt það leiðinlegt? Einum óbetranlegum þorparan- um meira eða minna í heiminum — hvaða þýðingu hefur það? Þér munduð blátt áfram gera góðverk gagnvart þjóðfélag- inu.“ Hún svaraði engu, en það fór hrollur um hana, og hönd hennar leitaði handar hans og tók blíðlega um hana. „Hlustið þér nú á, Jay,“ sagði hann með meira ígrundandi röddu og sneri höndinni þannig, að figurnir lokuðust um hönd henn- ar. „Það er ekki til neinna bóta að gabba sjálfan sig. Við höfum mjög litla mögu- leika til að sleppa frá Barboza og hyski hans. Minnizt þess, að við höfum ega hesta. Og við höfum hvorki mat né vatn hérna uppi. Jafnvel þótt okkur tækist að kom- ast niður eftir þessari klettaglufu hérna, þá stoðar okkur það ekki. Að baki okkar er ræningjaflokkur Barboza, á undan okk- ur yrðu hermennirnir. Árangurinn yrði sá sami hvað mig snertir í báðum tilfellun- um, en aftur á móti væri mikill munur á því fyrir yður og Hermínu. Það er hrein- asta tilviljun, að hermennirnir skuli vera komnir hingað. Ef þér kallið á þá núna, geta þeir heyrt til yðar, án þess að menn Barboza gruni nokkuð í þá átt. Og þá er- uð þér frelsaðar. Kallið þér nú!“ „Nei, það geri ég ekki!“ sagði Jay hægt og lágt. Hún stóð varlega á fætur og gekk upp að klettaveggnum. Curzon fylgdist eft- ir henni. „Ef þér gerið það ekki, gætuð þér auð- lega átt á hættu, að ég héldi, að það væri vegna þess að . . . “ Hann hætti við setn- inguna og horfði ögrandi á hana. „Hvers vegna?“ „Vegna þess að þér elskuðuð mig!“ svar- aði hann. Hún kipraði múnninn saman og andaði þungt. Svo sagði hún án þess að horfa á hann: „Þér megið halda hvað þér viljið, en þér getið ekki neytt mig til að sýna aðra eins sjálfselsku. Það væri ekkert annað en sví- virðilegustu tryggðasvik — ég mundi aldi’- ei geta fyrirgefið sjálfri mér það. Það gagnar ekkert, að þér biðjið mig þess — ég geri það alls ekki!“ Hún gekk fastar upp að klettaveggnum og hristi höfuðið þrjózkulega. „Jæja, þá það — ég geri það þá bara sjálfur!“ Curzon dró að sér andann í löngu og djúpu sogi og gekk eitt skref áfram. Hann varð var við snögga hreyfingu að baki sér, en áður en hann gæti snúið sér við til að sjá, hvað á seyði væri, lenti eitthvað í höfði hans með brothljóði. Sólbjarta veröldin hvarf augum hans — allt varð niðamyrkur. XXII. Landskjálfti og koss. Meðan einhver maður er meðvitundar- laus, er ekki hægt að krefjast af honum, að hann skynji nokkuð af því, sem gerist í kringum hann. En meðan Curzon var að komast úr því ríki, þar sem engar sorg- ir eru né áhyggjur, skynjaði hann engu að síður tvennt, sem gerði hann mj ög undr- 166 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.