Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 35
Kalli og Palli eru aö leggja nýjan veg. >eir eru búnir að leggja grjót í veginn og vantar nú bara valtara. „Hvar fáum viö slíkt tæki?“ spyr Palli. „Við notum þessa guLi'ót!" segir Kalli. „Þú ert galinn, það er ekki hægt að valta meö gulrót!" svarar Palli. En Kalla finnst ekkert vera auðveldara og fer inn í skóginn og kallar á fílana. Þegar fremsti fíllinn sér gulrótina geng- ur hann á eftir Kalla til að ná í hana. Og sjá! Á eftir honum kemur löng röð af fílum, sem halda í halann hver á öðrum. Þegar allir þessir fílar hafa troðið nýja veginn er hann fínn og sléttur, eins og bezi götuvaltari hefði farið yfir hann. Kalli og Palli eru að tína strútsegg, sem þeir ætla að fara með til borgarinnar og selja. Þeir eru vondir við strútinn, sjáið, hvernig Palli rekur hann burt með prikinu sínu. Um miðjan dag eru þeir búnir að fylla vagninn af eggjum og halda þá af stað til borgar- innar. Púh, það er afar heitt og þeir svi'.na. Þeir leggjast fyrir í skugganum til að hvíla sig. Á meðan vermir sólin strútseggin, og allt í einu — rifna þau ÖU — og litlu strútarnir stökkva útú og þjóta í allar áttir og Kalla og Palla tekst ekki að ná þeim.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.