Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 2
VONIN
Eg barnungl var, þegar brosti hún mér fyrst
og bauðst til aS sýna mér heiminn.
— Og dag eftir dag, með mig, lék hún þá list
að liða, og fljúga’ út í geiminn . . .
Á kvöldin sagði hún: „Sofðu rótt,
um■ sjálfa mig láttu þig dreyma í nótt!“
— Eg vært svaf og vaknaði glaðnr.
Eg fylgdi ’henni yfir hmtður og höf
— úr hafvillum bjargaði hún stundum —
um bninahraun, öræfi, bláfjallanöf,
i blævind i skrúðgrænum lundum, —
það var mér svo Ijúft, þvi eg unni henni æ,
liún andaði um vit mér hressandi blæ
og benti’ inn i brosandi landið . . .
Og þótt stundum hún haf i hörfað mér frá,
er heimurinn reis eins og bylgja,
þá kom hún þó aftur með bros á brá
og bað mig sér einhuga fylgja.
Og ég veit, þótt hún hverfi við og við
að hún vitjar aftur að minni hlið
og hjéilp bæði og liuggun mér veitir . . .
Því vonin er stja'rna, sem lýsir mér leið
og lætur mig stefnunni halda
og með henni verður mér gangan greið
í gustinum heimsins kalda.
Hún hefur alla tíð hjarta mitt átt,
og hún á að eiga þess síðasta slátt —
því ég veit að vonglaður dey eg!
Þröstur.