Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 2
VONIN Eg barnungl var, þegar brosti hún mér fyrst og bauðst til aS sýna mér heiminn. — Og dag eftir dag, með mig, lék hún þá list að liða, og fljúga’ út í geiminn . . . Á kvöldin sagði hún: „Sofðu rótt, um■ sjálfa mig láttu þig dreyma í nótt!“ — Eg vært svaf og vaknaði glaðnr. Eg fylgdi ’henni yfir hmtður og höf — úr hafvillum bjargaði hún stundum — um bninahraun, öræfi, bláfjallanöf, i blævind i skrúðgrænum lundum, — það var mér svo Ijúft, þvi eg unni henni æ, liún andaði um vit mér hressandi blæ og benti’ inn i brosandi landið . . . Og þótt stundum hún haf i hörfað mér frá, er heimurinn reis eins og bylgja, þá kom hún þó aftur með bros á brá og bað mig sér einhuga fylgja. Og ég veit, þótt hún hverfi við og við að hún vitjar aftur að minni hlið og hjéilp bæði og liuggun mér veitir . . . Því vonin er stja'rna, sem lýsir mér leið og lætur mig stefnunni halda og með henni verður mér gangan greið í gustinum heimsins kalda. Hún hefur alla tíð hjarta mitt átt, og hún á að eiga þess síðasta slátt — því ég veit að vonglaður dey eg! Þröstur.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.