Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 13
búizt við að mæta hérna, var hvergi sjá- anleg, hvorki á auðum hjallanum né í hell- isniunnanum. Hann flutti sig til, svo að hin gætu komizt upp, og þegar hann hafði hjálpað Jay, settist hann alveg út á brún- ina á litlu klettasillunni, með fæturaa hinglandi fram af henni, og gætti niður á botn gjárinnar. Það var geysilegt djúp, sem hann horfði niður í, en það virtist engin slæm áhrif hafa á hann. I samanburði við hæðina á fjallstindunum, sem gnæfðu yfir hann, var þetta dýpi mjög svo tilkomulítið. Meðan hann sat þarna og horfði niður, greip hann barnaleg löngun til að spýta niður í gjána, en hann stillti sig þó. Jay var nú komin til hans. Þau höfðu enga hugsun á því að skríða í fylgsni. Ef ræn- ingjamir höfðu ekki þegar komið auga á þau, mundu hestarnir, sem þau höfðu orðið að skilja eftir niðri í gjánni, strax koma UPP um nærveru þeirra, og með því að líta UPP fjallshlíðina mundu þeir strax kom- ast að raun um, hvert þau hefðu farið. Hin langa röð af reiðmönnum niðri í gjánni liðaðist áfram meðfram læknum, °g jafnvel í þessai’i fjarlægð gat Curzon greint andlitin og séð þau horfa starandi UPP fjallshlíðina á hann. Líkamir þeirra °g hestarnir voru hlægilega flatir, séðir úr þessari hæð. Hann nennti ekki að gera sér það ómak að telja þá, en hann gizkaði á, að þeir væru eitthvað um sjötíu—átta- tíu talsins. Meðal þeirra fremstu í röðinni, sem fór lestargang, tók hann eftir tröllslegum r^anni með svartan hatt, sem að ummáli hktist regnhlíf. Maðurinn var svo klunna- lega vaxinn, að hann líktist kjötfjalli, sem tlattist út beggja vegna á hestinum, sem bar hann. Þótt andlitið væri hulið af hin- Uíu barðastóra hatti, var Curzon ekki í nokkrum vafa um, að það væri Barboza í eigin mynd, sem hann hafði þarna fyrir augum sér. Einhverja óyggjandi sönnun tyrir því, að þetta væri í raun og veru ræn- ingjaflokkurinn, hafði hann ekki, en allt benti í þá átt, að þetta væru raunverulega herramir úr stóru næturveizlunni á óðali Garza Amors, sem hefðu ómakað sig hing- að út í þessi villugjörnu héruð. Síðustu leifarnar af efasemdum hurfu, þegar allt í einu komst mikil hreyfing á reiðmennina og margir þeirra tóku byssur sínar upp úr hnakkhylkjunum. Curzon bjóst ekki við, að þeir mundu hagnýta sér þær, en þar skjátlaðist hon- um hrapallega. Barboza var auðsjáanlega í því skapi að fá svalað hefndarþorsta sín- um eins fljótt og frekast var unnt, jafnvel þó ungu stúlkumar kynnu þá að lenda sem liðin lík í höndunum á honum. Skothríð kvað við niðri í gjánni, og nokkrar kúlur komu hvæsandi rétt fyrir ofan höfuðið á Curzon, en aðrar klesstust í hamraveggn- um. Curzon stóð í skyndi á fætur og flýtti sér að koma Jay á óhultan stað. Hann kall- aði til Toomeys og Hermínu að leita sér hælis lengra í burtu. Ef þau héldu sig aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá klettabrúninni, mundi hin framslútandi brún dylja þau augum ræningjanna. ,,Það lítur út fyrir að verða erfiður dag- ur í dag,“ sagði Toomey og settist lafmóð- ur niður eftir gönguna upp og strauk hinn auma ökla sinn. Það hafði verið mikið erfiði fyrir hann að klifra upp brekkuna. „Það er svei mér vistlegur hellir, sem við höfum fundið hérna handa okkur. Hann lítur út fyrir að vera þægilega svalur. Hér hafa víst búið hellismenn í gamla daga, áður en lyftan var fundin upp.“ Curzon sagði honum frá niðursuðudós- inni, sem komið hafði svífandi af himn- um ofan. „Ég hef ekki orðið var við manninn, sem fleygði henni niður,“ bætti hann við. „En hann hlýtur að vera einhvers staðar hérna í grenndinni. Ég hélt, að hann væri héma og biði eftir okkur.“ H E I M I L I S B L A Ð I Ð 157

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.