Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 8
sex dali fyrir strætisvögnum, þvottum og öðrum smáútgjöldum.“ Edith leit nú á hann eins og hún sæi ókunnugan mann. „Ég get ekki komið því inn í kollinn á mér, að þér sé alvara, Jim,“ sagði hún seint og um síðir. ,,En mér er svo sannarlega alvara. Það hljómar máski fráleitlega, en þá er ég bara fráleitur. Edith, — skilurðu ekki, að við eigum raunverulega í vandræðum, og ég er að fara fram á, að þú hjálpir mér.“ Hún hristi höfuðið og glotti eilítið háðs- lega. „Mér finnst ekki, að við þurfum að fyllast neinni örvæntingu, þrátt fyrir það. En mér skilst að þú gefir mér enga úr- slitakosti,“ bætti hún svo við og leit von- leysislega út um gluggann á allt og ekki neitt. „Nei — því að það get ég ekki. Þú ert annars svo skynsöm, Edith, og svo stór- kostleg á öðrum sviðum. En þegar pen- ingar eru annarsvegar, þá ertu alveg jafn hugsunarlaus og ég. Það er engu líkara en þú hafir ekki hundsvit á peningum. Furðulegt, eins og þú spjaraðir þig ágæt- lega áður en við giftumst.“ „Já, og það gæti ég aftur, ef á þyrfti að halda,“ sagði hún ákveðið, „þú skalt ekki gleyma því.“ Angistarsvipurinn sem kominn var á hann gekk henni hjarta nær. Hún rak upp smástunu hljóp til hans og læsti örmunum utan um hann. „Ég meint ekkert með þessu,“ sagði hún full iðrunar. „Þú ert bara svo — svo skrýt- inn í tali. Ég á alls ekki að venjast þér þannig. En ég skal gera hvað sem þú vilt, Jim. Ég vil gera allt sem ég get til þess að þú verðir glaður og ánægður aftur. En Jim . . .“ og nú varð tónninn í orðum henn- ar örlítið annar: „Viðurkenndu eitt. Varst það ekki þú, sem. alltaf komst heim með bíó- eða leikhúsmiða, ávexti og sælgæti, og vildir að við færum út á dýra staði til að borða ?“ „Jú, það var svo sannarlega ég!“ viður- kenndi hann lágt og laut niður til að kyssa hana á hárið. „Ég var ekki skynsamari en það. En þetta með Burns hefur kennt méi vissa lexíu, sem ég mun aldrei geta gleynit- Ég get ekki látið vera að hugsa um hana. Og ég veit, að hún hefur áhrif á alla mína líðan.“ „Mig líka,“ sagði þá Edith ofur sak- leysislega. Næsta laugaddag fluttust síðan þau All' ens og Edith yfir í aðra og öllu þrengi’i vistarveru og reyndu að gera sig ánægð með það. „Mér lízt reyndar ekki sem verst a þetta,“ sagði hún lágt og rólega. „Hér er hreint og snoturt eins og þú sagðir; og það er svo sem. vel hægt að snúa sér við hérna, þótt þröng sé. Hvað hefur maðui svo sem að gera við meira?“ „Og svo er baðherbergi hinum megia í ganginum," sagði Jim ákafur. „Við gei' um fengið eins mikið heitt eða kalt vatn og við kærum okkur um. 0, Edith!“ hróp- aði hann hrærður. „Þú ert stórkostleg!“ Hún sneri í hann bakinu og horfði út um eina gluggann á herberginu. Út í ösku- tunnuportið fyrir neðan. „Hvað viltu að við leggjum mikið fyrir? spurði hún annars hugar, „í varasjóðinn eða hvað við eigum að kalla það — hvað mikið í allt?“ „Ja — ég veit það nú ekki,“ stamaði hann. „Um það bil fimm hundruð dah, gæti ég hugsað mér . .. “ „Fimm hundruð . . .“ endurtók hún lág^- „Með tuttugu og fimm dölum á viku þýð11 það: „tuttugu vikur, fimm mánuðir með öðrum orðum. Það jafngildir því,“ beett^ hún við og sneri sér að honum, „að vi flytjum héðan í nóvember.“ „Já, vissulega,“ svaraði hann sannfæi H E I M I L I S B L A Ð I Ð 152

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.