Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 9
andi. ,,Þá ætti okkur að vera borgið . .. °g þú ætlar ekki að láta þér leiðast?“ Hún gekk feti nær honum. ,,Ég skal reyna að láta mér ekki leiðast það allt of mikið,“ svaraði hún. „En nú skulum við fara niður á sjálfsafgreiðslustaðinn sem þú talaðir um. Er það ekki staður af því tagi þar sem maður setur skilding í rauf °g tekur út spælegg?“ Svipurinn sem kom á hann fékk hana enn einu sinni til að vefja hann örmum, úraga andlit hans niður að sér og kyssa hann. Þegar á sjálfsafgreiðslustaðinn kom gerði frú Allen þá uppgötvun, að maður hennar hafði sérstakt dálæti á rúnstykkj- Um og mjólk. Þessu hafði hún aldrei tekið eftir fyrr. Hann fékk sér ekki annað en ^ijólk og rúnstykki þetta kvöldið, en hún leyfði sér að fá sér steiktan fisk og kara- oiellubúðing. Þessa nótt svaf Jim vel og lengi. Það gerði konan hans aftur á móti ekki. Til þess hafði hún um of margt að hugsa. Og enn þá meira fékk hún að hugsa um dag- inn eftir, þegar hún komst að raun um, að morgunmatur eiginmannsins var ekki annað en kaffibolli og rúnstykki, hádegis- niaturinn mjólkurglas og kex, og að um kvöldið varð hún að neyða hann til að fá sér þrjátíu senta eggjaköku og tíu senta búðing. „Æ, ég hef enga matarlyst,“ sagði hann eymdarlega. Edith sagði ekkert við þessu, en þegar ■Hm kom heim um sexleytið kvöldið eftir, iagði á móti honum ljúffengan steikarilm, °g þegar hann opnaði dyrnar sá hann hvar Edith var að steikja buff yfir olíueldavél. „Hvað í fjáranum á nú þetta að þýða!“ hrópaði hann upp og starði ýmist á buffið eSa kaffikönnuna sem stóð á litlu borði þar sem Edith hafði útbúið sitt eigið „eld- hús“. Edith kinkaði kolli til hans rjóð í vöng- Ura- „1 kvöld borðum við heima,“ sagði hún. „Hvað ertu eiginlega með?“ Tónninn var næstum höstugur, en það gat alveg eins stafað af vissum ótta sem af reiði. Það lék dálítið spotzkt bros um varir hennar. „Bara buff og spælegg,“ svaraði hún eins og ekkert væri. „Svo keypti ég nokk- ur glóðvolg rúnstykki og smjör, hálft pund af kaffi, sykur og rjóma. Þetta kostaði allt saman ekki meira en máltíð í sjálfsaf- greiðslunni. Olíuvélina gróf ég upp úr draslinu sem við keyptum til útilegunnar í vor. Mér finnst við ættum að geta vanizt því að borða heima. Það er viðkunnanlegra og svo miklu ódýrara,“ bætti hún við. Andlit Jims ljómaði. Matarlyst hans, sem að undanförnu virtist hafa horfið á dul- arfullan hátt, var nú aftur komin í sitt fyrra horf. Það sléttist úr áhyggjuhrukk- unum á andliti hans, og hann brosti hinn ánægðasti þegar hann sá, hvað Edith tókst að koma honum í gott skap. Nú fannst henni líka, að hann skildi það hvað amað hafði að honum; það sem komið hafði fyrir Burns hafði farið á sinnið á honum. Hann þjáðist af sjúklegum áhyggjum út af því að lenda sjálfur í sams konar vandræðum. Það hafði komið nonum til að leggja nið- ur fyrir sér svona nákvæma sparnaðar- áætlun. En núna, þegar henni var ljóst hver sjúdómurinn var, ætlaði hún sér að gera allt hvað hún gæti til að lækna hann — spara eins mikið og hægt væri og byggja upp heilsu hans jöfnum höndum. Ánægja hans, þegar hann hallaði sér aft- ur í stólinn og þakkaði henni fyrir mat- inn, launaði henni ríkulega fyrir alla fyr- irhöfn hennar. „Nú skaltu bara leggja þig,“ sagði hún, „og ég skal lesa fyrir þig, ef þú vilt.“ í fullan klukkutíma las hún upphátt fyr- ir hann úr skemmtilegri bók. En þegar tíminn var liðinn uppgötvaði hún, að hann var sofnaður. Júlimánuður leið og ágúst, og engar Heimilisblaðið 153

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.