Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 14
„Hver skyldi það geta venð?“ spurði Toomey undrandi. Curzon mætti hæðnislegu augnaráði Jay, án þess að hin minnstu svipbrigði sæjust á honum. „Það getur senor da Luz áreiðanlega sagt yður,“ svaraði hún þurrlega. „Það er vel hugsanlegt,“ sagði Toomey, „en það er bara spurning, hvort við get- um fengið hann til þess.“ „Ég ætla að rannsaka staðinn nánar,“ hóf Curzon máls á ný, „og reyna að finna skýringuna. Meðan ég er burtu er bezt, að þið séuð kyrr hérna og hafið gætur á stígnum, sem við komum upp. Ég hef enga trú á því, að nokkur af ræningjunum hafi hugrekki til að áræða sér hérna upp — að minnsta kosti ekki meðan dagur er á — og þeir komast heldur ekki nema einn í einu. Við getum hæglega haldið þeim frá okkur. En samt sem áður er hyggilegast að hafa góðar gætur á þeim. Þeim er svo sem til alls trúandi." „Ég vildi bara óska, að þeir reyndu það,“ sagði Toomey og fitlaði kjassandi við riddarabyssu sína. „Mér væri sönn ánægja að því að heilsa upp á þá með þess- ari góðu byssu minni.“ Jay vildi fylgjast með Curzon, en Herm- ína, sem virtist vera fremur dauf í dálk- inn í dag, kaus helzt að vera, þar sem hún var — þrátt fyrir hræðslu hennar við ræn- ingjana. Hún settist niður og hnipraði sig saman í skugganum af klettinum með Ap- ache í fanginu. Inngangur hellisins var í löguninni einna helzt eins og opið á póstkassa — hann var fjórir til fimm metrar á breidd og mátulega hár til þess að hægt væri að ganga inn um hann án þess að beygja sig. Éast fyrir innan hækkaði loftið í boga- dregna hvelfingu, sem var meira en fjórir metrar á hæð fyrir ofan höfuðið á Cur- zon, þar sem hún var hæst. Hinn stóri geimur, sem fékk nægjanlegt ljós frá hell- ismunnanum, til þess að hægt væri að skoða sig vel um þarna inni, var svo rúm- góður, að tvær eða þrjár fjölskyldur gátu mjög auðveldlega komið sér fyrir þarna inni. Allt benti líka í þá átt, að þessi hellii' hefði verið sameiginlegur bústaður margra fjölskyldna einhverntíma í grárri forn- eskju. Stóri geimurinn skiptist í marga minni hluta. Einskonar þaklaus smáhýsi voru hérna inni, með steinveggjum, sem voru gi’áir og sementslegir og greindu smáhlut- ana hvern frá öðrum. Hingað og þangað, þar sem hamraveggurinn var sléttur, voi'U teikningar og all's konar skreytingar á mjög frumstæðu stigi. Loftið var sótsvart af reyk þeirra bála, sem hellisbúarnir höfðu soðið mat sinn yfir, og allt bar þetta vitni um geysiháan aldur. Jafnvel Curzon, sem ekki hafði sérstaka kunnáttu til að bera um þess konar hluti, var viss um, að hérna væru þau stödd í helli, sem verið hafði bústaður manna, er lifðu og hurfu af jörðunni, áður en fyrsti kapítulinn i sögu mannkynsins var skráður. Hér voru nægar menjar eftir forsögu- lega menn, en ekkert, sem benti í þá átt, að einhver hefði dvalið hér alveg nýlega- Curzon og unga stúlkan horfðust óróleg í augu. „Það er engin leið, að vindurinn hafi feykt þessari dós niður,“ sagði Jay. „Það hlýtur einhver maður að hafa kastað henni niður. Hún kom héðan að ofan. Hvar er hann ?“ Curzon forðaðist að líta á hana. Hann vissi, að hún tortryggði hann um, eða ef til vill réttara sagt, að hún þóttist sann- færð um, að hann vissi, hver hefði fleygi dósinni niður. Hún áleit hann vera þjóð- vegaræningjann Ruy da Luz og trúði þvl statt og stöðugt, að hann ætti helli hérna í Chuchuichupa-fjöllunum. Ef til vill vai’ hún einnig þeirrar skoðunar, að hann hefði hérna fanga i gæzlu, ríka vagfarendur, 158 hejmilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.