Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 28
hann. „Þetta var miög- sjaldgæft sýnis-
horn.“
Jay gætti þess vandlega að líta ekki á
Curzon. „Heyrðu, pabbi,“ sagði hún allt
í einu, „borðaðirðu niðursoðnar baunir í
morgunverð í dag?“
Litli vísindamaðurinn stakk brotunum
úr leirkerinu vandlega í vasa sína. Svo
lyfti hann höfðinu viðutan og leit upp með
sínum nærsýnu augum.
„Niðursoðnar baunir,“ át hann eftir,
,,já, það getur vel verið. Jú, ég held satt
að segja, að ég hafi borðað niðursoðnar
baunir í morgun, vína mín. Það var síð-
asta dósin, sem ég átti.“ Hann andvarp-
aði. „Ég man, að ég var að velta því fyrir
mér, hvernig ég ætti að ná í meiri mat-
væli. Ég átti aðeins þessa einu dós eftir
—og nú hef ég ekki nokurn hlut að borða.“
„Hvað ertu eiginlega að gera hérna,
pabbi?“ spurði Jay allt í einu með ein-
kennilega hvassri röddu.
Þessi spurning virtist gera hann undr-
andi. „Hvað ég er að gera, spyrð þú. Eg
framkvæmi rannsóknir á menj um frá post-
tertiæra tímabilinu,“ sagði hann útskýr-
andi, einkennilega þolinmóður á svipinn.
„Já, það var nú ekki það, sem ég vildi
vita,“ greip Jay fram í fyrir honum óþol-
inmóðlega, en samt sem áður með umburð-
arlyndi, eins og hann væri barn. „Ég á
við, hvernig þú hefur eiginlega komizt
hingað? Varstu ekki tekinn til fanga af
rænngja? Hugsaðu þig nú um, það er mjög
þýðingarmikið.“
„Af ræningja —? Jú — jú, það er víst
alveg satt,“ sagði prófessorinn og kinkaði
kolli, eins og honum dytti nú fyrst í hug,
að þannig lægi í málinu.
Jay sneri sér að Curzon og horfði á hann
með kuldalegu augnaráði.
„Var það þessi maður þarna?“ spurði
hún og benti á hann.
Prófessorinn leit við og horfði mjög kur-
teislega á hann.
„Það var grímuklæddur ræningi, sem tók
mig,“ sagði hann. „Ég sá ekki adlitið á
honum.“ Hann þagnaði aftur, eins og hann
væri að velta málinu nánar fyrir sér. „Jú
— ég held satt að segja, að ég þekki hatt-
inn,“ sagði hann og horfði forvitislega á
hinn skrautlega hatt Ruy da Luz. „Það var
þessi hattur!“ sagði hann. „Ég get þekkt
hann á þessari Montezuma-mynt, sem er
saumuð þarna í kollinn. Það er ákaflega
sjaldgæf mynt, kæri herra. — Jú, stúlka
mín, það var þessi maður þarna, sem tók
mig til fanga, um það er alls ekki að efast.“
„Ruy da Luz!“ sagði Jay með brosi, sem
var eins og hnífsstunga. „Má ég hafa þá
ánægju að kynna yður föður mínum, próf-
essor G. V. Coulter, frá American Muse-
um í New York.“
Coulter prófessor rétti höndina mjög
hjartanlega fram. Curzon stóð aftur á móti
alveg utan við sig og vissi ekki almenni-
lega, hvernig hann ætti að taka kringum-
stæðurnar.
„Má ég tjá yður mitt innilegasta þakk-
læti, kæri herra,“ sagði prófessorinn, sem
virtist ekki bera hinn minnsta kala til ræn-
ingjans, sem tekið hafði hann til fanga.
„Ég mundi aldrei hafa fundið þenna helli,
ef þér hefðuð ekki farið með mig hingað
upp. Ég er yður mjög þakklátur. Þér hafið
gert mér og vísindunum ákaflega mikinn
greiða.“
„Don da Luz — verndari vísindanna!“
sagði Jay með illgirnislegri kaldhæðni.
„Það hljómar satt að segja mjög einkenni-
lega. Segðu mér, pabbi, var hann mjög
hrottalegur við þig, þegar hann réðist á
þig?“
„Nei-ei — nei, nei, alls ekki. Ég hef ekki
yfir neinu að kvarta. Annars var ég ekki
með honum nema eitt kvöld. Þá fór hann
burtu og skildi mig eftir hjá eihverjum
öðrum — Tarahumara-Indíána held ég
helzt. Ég gæti vel hugsað, að síðan væru
liðnar tvær eða þrjár vikur.“ Framh
172
heimilisblaðið