Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 10
breýtingar urðu í lífi þeirra hjóna, nema hvað vongleði Edith og góða skap rénaði dag frá degi. Viku eftir viku. Það virtist svo sem taugaveiklun Jim hefði ekki lag- azt til langframa. Henni varð ljóst, að hvað sem öllu leið virtist hann ekki bera fullt traust til hennar eins og áður. Frá þeim degi sem þau höfðu flutt í litla her- bergið, hafði hann hætt að afhenda henni launaumslagið sitt óhreyft, eins og hann hafði þó áður gert. Þess í stað lét hann hana fá vissa upphæð í hendur á hverj- um laugardegi, rétt það minnsta sem hún gat komizt af með til vikunnar sem í hönd fór. „Hvað erum við búin að spara mikið?“ spurði hún alltaf öðru hverju, og í hvert skipti fékk hún svo loðin svör, að hún gat ekki á sér setið að roðna af gremju. Hvað fjármál snerti kom hann fram við hana eins og hún hefði ekki vit fremur en korna- barn. Svo var það kvöld eitt seint í ágúst, að skyndilegri hugsun sló niður í kollinn á henni. Ef hún skyldi nú eftir allt saman hafa misskilið þessa ,,taugaveiklun“ Jims! Ef að þetta hafði alls ekkert með taugar hans að gera, heldur ofur einfaldlega það, að hann elskaði hana ekki lengur! Að ást hans væri af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um dauð — það gat jafnvel gerzt með trygglyndasta fólk! Kannski var ætlun hans með öllum þessum sparnaði að öngla saman nógu miklu fé til þess að hann gæti komið undir hana fótunum að nýju — án hans sjálfs! Tilhugsun þessi fyllti hana ótta og skelf- ingu, og hún sat kyrr og einblíndi á vegg- inn fyrir framan sig, þegar hún heyrði allt í einu fótatak hans í stiganum. Það var engu líkara en honum lægi eitthvað á, og fyrr en varði rykkti hann upp dyrunum og var kominn inn á gólf. „Jæja, Edith mín,“ sagði hann umbúða- laust. „Nú er þetta um garð gengið, og nu skaltu hlusta á það sem ég hef að segja!1 Allt þetta kom svo skyndilega, að hún gleymdi andartak því sem hún hafði verið að hugsa um — en svo hvolfdist sú tilhugs- un aftur yfir hana, og af öllu meiri þunga en fyrr. Nú var kannski runnin upp su stund, sem hún hafði skelfzt svo mikið- sat kyrr, starði á hann og kinkaði kolh án þess að segja orð. „Manstu daginn sem ég kom heim og sagði þér frá Burns og fór að tala um, að nú yrðum. við að spara?“ Hann hélt áfram, án þess að bíða eftir svari frá henm: „Sannleikurinn var sá — að ég var sjálf- ur búinn að missa vinnuna!" ,Ó, — nei!“ Hún starði á hann stjörf og stóreyg. Vinnuna? En var það þá ekki eitthvað enn skelfilegra að auki? „Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð,“ hélt hann áfram. „Við höfðum ekkert lagt til hliðar, og mér var ljóst, að vikur eða jafn- vel mánuðir gætu liðið áður en ég fengi eitthvað að gera. En það var ekki mér að kenna að mér var sagt upp, skilurðu. Fyr- irtækið átti í erfiðleikum og varð að segja upp hluta af starfsfólkinu. Það er aftur önnur saga. Aðalatriðið var það, að ég stóð uppi gersamlega atvinnulaus og peninga- laus.“ „Já, en Jim, — hvers vegna sagðirðu mér þetta ekki?“ „Ég gat ekki fengið m.ig til þess. Það hefði verið hræðilegt fyrir þig. Þá hefð- irðu þurft að horfa á eftir mér morgun hvern í atvinnuleit og koma heim vonsvik- inn að kvöldi.“ „Já, en hvernig — þeir peningar sem við höfum þó lifað fyrir þennan tíma sem þú hefur verið atvinnulaus . . . ?“ Hann hló lítið eitt. „Ég fór til veðlán- ara með sitthvað sem ég vissi, að þú mynd' ir ekki sakna. Á þann hátt gat ég nurlað saman sextán dölum á viku til þess að hafa 154 HEIMILISBLAÐlp

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.