Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 26
Curzon kipraði saman varirnar og horfði fram fyrir sig með ískyggilegu augnaráði. „Þá verðum við að útvega okkur kaðal,“ sagði hann, „kaðal, sem er að minsta kosti hundrað fet á lengd — ef það þá er nægj- anlegt — svo við getum látið okkur síga niður í gjána hérna.“ „Já,“ sagði hún, „ef við hefðum slíkan kaðal, en hann höfum við bara ekki. Og hvaðan ættum við að geta náð honum?“ „Barboza hefur mikið af tjóðurböndum á hesta sína,“ sagði Curzon. „Ef við gæt- um stolið nokkrum af þeim! Við þurfum ekki nema fjögur eða fimm stykki. Ég hef séð, að þau eru fremur löng.“ Hún leit óttaslegin á hann. „En það er alveg ómögultgt!“ sagði hún. „Þér eruð þó ekki að hugsa um, að . . . “ „Jú — hvað annað? Ég get gert það, þegar nótt er komin og ræningjamir eru lagztir til svefns. Ég verð að læðast niður og athuga, hvað ég get fundið. Það verður erfitt verk, en það verður að gerast.“ Hann kinkaði kolli og tók að blístra lítið eitt. „Það væri hreinasta heimska!" and- mælti hún. „0, nei. Það er ekkert víst, að Barboza hafi varðmenn úti — hann er þeirrar skoð- unar, að við áræðum ekki niður í myrkrið.“ „Það megið þér ekki gera,“ sagði hún áköf. „Slíkt væri blátt áfram sjálfsmorð. Og hvað eigum við hin að gera án yðar?“ Hann yppi öxlum. „Tja — komið þér bara með betri til- lögu, þá skulum við reyna hana fyrst.“ Hann hélt áfram að blístra á sinn kæru- elysislega hátt, en allt í einu hætti hann því. Hann sneri höfðinu hægt við og starði á langan skugga, sem allt í einu kom í ljós á sólbjörtum klettahjallanum. Það var ekki um að villast. Þetta var skugginn af fæti manns upp að hné. Curzon drap tittlinga, eins og hann vildi alls ekki trúa sínum eigin augum. Svo lyfti hann höfðinu og leit upp. Hann uppgötv- aði brúnt og sólaþykkt stígvél og röndótta buxnaskálm, sem þreifaði fyrir sér frá klettasnös einni. Þessi sýn kom svo flatt upp á hann, að hann stóð kyrr eitt augnablik, án þess að mæla orð frá vörum. En svo gekk hann nær manninum. „Góðan daginn !“ heilsaði Curzon ókunna manninum með lágri og hátíðlegri röddu. „Það er ef til vill þessi maður, sem borð- aði niðursoðnar baunir í Chuchuichupa- fjöllunum ?“ Meðan hann horfði á með vaxandi for- vitni, kom annar fótur í ljós á eftir hin- um, því næst sást krumpað síðtreyjulaf og mjóar axlir, og að lokum kom í ljós ger- samlega hárlaus skalli. Allur mannslíkam- inn var nú sýnilegur spölkorn uppi í klett- inum, þar sem hann stóð og ríghélt sér í hinar litlu snasir. XXIII. Nýr og mjög óvenjulegur maður skýtur upp höfðinu. Curzon horfði á þetta svo hissa, að hann gat vart dregið andann. Ökunni maðurinn klifraði varlega af einni klettasnösinni á aðra. Hann hafði auðsjáalega ekki heyrt kveðju Curzons, og ekki hafði hann litið við í eitt einasta skipti og horft niður. Hann hafði greinilega enga hugmynd um, að tvær manneskjur stóðu fyrir neðan og virtu hann fyrir sér með gaumgæfni. Hann var nú kominn svo langt niður, að honum var óhætt að sleppa sér og láta sig detta síðasta spölinn. Með lítilli stunu stóð hann á fætur, sneri sér og horfði deplandi aug- um gegnum stór og rauðlituð sólgleraugu. Þetta var lítill, miðaldra maður með mjög ungæðislegan líkama, ekki stærri en svo, að hann hefði getað staðið uppréttur undir handarkrikanum á Curzon. Hann var í gamaldags síðtreyju, sem var orðin mjög 170 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.