Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Page 6

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Page 6
hann setja upp þennan svip sem hann var með núna, og hún iðaði í skinninu af for- vitni um það, hvað það gæti verið sem kæmi honum til að falla í svona þunga þanka. Hins vegar var hún of greind til þess að spyrja hann beint. Þegar Jim þætti mál til komið að láta hug sinn í ljós, myndi hann gera það. Þangað til varð hún að bíða þolinmóð. Á meðan stundi hún þungan yfir því, að þau skyldu sitja hér og eyðileggja tím- ann. Þetta var að sumri til, sólskin úti — og laugardagur að auki. Þau höfðu talað um að bregða sér út í skóg. Það var skömm, að þau skyldu ekki leggja af stað sem allra fyrst; þess í stað sat Jim hér og lék hlut- verk djúphugsandi spekings. Þetta olli henni miklum heilabrotum, en þögul hélt hún áfram að vera. Samt sem áður hlýtur einhver hugsana- flutningur að hafa átt sér sað, því að allt í einu reis Jim. upp í sætinu, leit á konu sína með vott af venjulegri kankvísi, sem reyndar hvarf úr svip hans á augabragði. ,,Edith,“ hóf hann máls, „ég verð að tala við þig.“ „Já, elsku Jim, er eitthvað að?“ flýtti hún sér að spyrja. „Ég er búinn að hugsa málið,“ hélt hann áfram. „Og nú vil ég fá að heyra álit þitt . . . ef ske kynni að við kæmumst að sömu niðurstöðu." ,Jim — það gerum við þó áreiðanlega!“ Það var næstum því umvöndunarsemi í rödd Edith. „En hvað í ósköpunum ertu annars að fara? Þú ert eitthvað svo ann- arlegur ?“ Hann reis á fætur, greip léttari stól, setti hann rétt fyrir framan hana og tók sér sæti grafalvarlegur. „Þú manst kannski, að ég hef sagt þér frá einum af samstarfsmönnum mínum á skrifstofunni, honum Dick Burns?“ „Ja-á, hvað með hann?“ „Það er búið að leggja hann á spítala vegna iðrakvefs og taugagiktar." „Einmitt það?“ tók hún undir full sam- úðar. „Læknarnir segja að hann geti átt i þessu í hálft ár, jafvel heilt ár,“ hélt Jim áfram. „Og það versta er, að hann á ekki grænan eyri. Við vinir hans höfum nú fai'- ið af stað til að skjóta saman handa hon- um.“ Hann þagði við andartak, tók sig síðan á og hélt áfram: „Sannleikurinn er sá, skilurðu, að Dick hefur aldrei nokkurn tím- ann lagt grænan eyri til hliðar. Pening- unum hefur hann eytt á báða bóga, þann- ig að núna, þegar hann þarf á þeim að halda, þá stendur hann uppi slyppur og snauður. Hann hefur ekki einu sinni at- vinnu lengur, því að hann var einn þeirra sem sagt var upp núna um mánaðamótin vegna fækkunar í starfsliðinu. Sem betui' fer er hann ekki kvæntur,“ bætti hann svo við og greip andann á lofti. „Ósköp er þetta dapurlegt allt saman!“ tautaði Edith og gjóaði augum til eigin" mannsins eins og til þess að fá nánari skýringu á því, hvað hann hugsaði sér að gera í málinu. „Ég þykist vita, að þú hafh’ lagt þitt af mörkum?“ bætti hún við og leið betur; kannski var það ekki annað en þetta, sem hann hafði ætlað að skrifta fyrir henni. Hann kikaði kolli. „Eg gaf tíu dali. Það var allt og sumt sem ég var aflögufæ1' um. Því að sjáðu til, Edith, við tvö erum á vissan hátt alveg eins stödd og Dick Burns . . . “ Óðara þurfti hann að fara að hughreysta hana, því að hún misskildi þessi orð hanS hrapallega eins og kannski vænta mátti- „Nei — nei,“ sagði hann, „það amar ekkert að mér. Æ, elsku kjáninn minn, ég er gallhraustur — það fullvissa ég þi£ um. — Nei, ég á bara við það, að . ■ • að við erum svipað stödd og Dick hvað þa^ 150 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.