Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 11
°fen af fyi’ir okkur. En það get ég sagt P®r, að það var ekki auðvelt. Eina hugg- mín var sú, að þú hafðir ekki hugmynd l,m þetta, og að þú varst laus við allar þær ahyggjur sem ekki létu mig í friði nótt né nýtan dag.“ Edith sat kyrr og horfði niður á hend- Ul’ sínar. „Ég veit ekki, Jim, hvort ég get "okkurn tíma fyrirgefið þér þetta,“ sagði hún, og rödd hennar var annarleg. Hann leit á hana undrandi. ,,Við hvað áttu?“ spurði hann. ,,Hér var ég og ímydaði mér allt það versta,“ hélt hún áfram. ,,Að þú værir al- varlega veikur — að þú værir hættur að elska mig — ó, ég fullvissa þig um það, Jim, að það hefði alls ekki verið eins slæmt ef þú hefðir bara sagt mér sannleikann. Hvað er starf í samjöfnuði við heilsu þína — og ást þína?“ Hann lagðist á knén við fætur hennar, °g hún hallaði höfði með ekka niður að Öxl hans. „Heyrðu mig nú, Edith mín,“ sagði hann. „Nú hef ég þó sagt þér eins og var.“ Hún leit framan í hann og tárin runnu mður kinnar henni, þótt hún reyndi að brosa. „Já, því að nú er sjálfsagt ekkert eftir lengur til að veðsetja.“ „Svo slæmt er það ekki,“ andmælti hann. „Nei, því að nú er ég búinn að fá vinnu ■ • . alveg fyrirtaks vinnu.“ „Ertu?“ Andlit hennar ljómaði. „En ég get ekki tekið við henni fyrr en í október. Við verðum þess vegna að kom- ast einhvernveginn af allan septembermán- uð. Ég hef hugsað mér, að þú gætir farið 1 heimsókn til frænda þíns og frænku uppi 1 sveit á meðan og verið þar svo sem í ttiánaðar tíma . . . “ „Á meðan þú sætir hér heima og syltir,“ •^agði hún. „Nei, vinur minn. Ef þú þarff að svelta, þá vil ég fá að svelta með þér, það máttu reiða þig á. En þess þarftu ^’eyndar ekki. Því, að sjáðu til, á meðan þú hefur gengið atvinnulaus, þá hef é<j verið að vinna — nefnilega í mínu gamla skrif- stofustarfi. Þar hef ég verið síðan í miðj- um júlí. Frá níu til fimm á daginn, það kom svo ágætlega heim og saman. Strax þegar þú varst farinn út á morgnana, fór ég til vinnunnar og var kominn heim áð- ur en þú komst heim á kvöldin. Gamli hús- bóndinn minn var svo elskulegur að ráða mig fyrir tuttugu og fimm dali á viku, og þá hef ég lagt til hliðar, hvern einn og ein- asta. Gjörðu svo vel, hér eru þeir!“ Hún fór ofan í treyjuvasa sinn og dró upp seðla- búntið. „Ég hét honum því að vera fram í október, og það þýðir hundrað dali í við- bót ... og ef við komumst ekki af með þetta út septembermánuð, þá er til meira.“ Hún dró fram bankabók og hélt henni fyrir framan nefið á honum. Jim starði stóreygur á tölurnar sem þar blöstu við honum. „Níu hundruð og þrjátíu og sex dalir, þrjátíu og fimm sent,“ sagði hún. „Því að sjáðu til ég lagði alltaf til hliðar hluta af þínum launum. Hér sérðu vextina ....“ Hann greip um axlir hennar. „Það eru mínir — það eru okkar peningar! En Ed- ith, ég get varla trúað þessu. Hvers vegna hefurðu ekki minnzt á þetta einu orði fyrr en nú?“ „Hvers vegna hefur þú aldrei minnzt á það, að þú værir búinn að missa vinnuna ?“ spurði hún á móti. „Þá hefði ég sagt þér mitt leyndarmál.“ Jim Allen tók konu sína í fang sér. „Ég sagði þér einu sinni, að ég hefði lært lexíu, sem ég gæti ekki gleymt og hætt að hugsa um. En ég hef lært meira en það. Ég heiti því hér með hátíðlega, að ég skal aldrei framar halda nokkru leyndu fyrir þér — hvorki góðu né slæmu — svo lengi sem ég lifi.“ * Heimilisblaðið 155

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.