Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 23
andi, að svo miklu leyti sem hann g-at undr- ast. Annað tveggja var það, að honum fannst jörðin leika á reiðiskjálfi. Þetta hlaut að vera misskynjun hugsaði hann með sjálf- um sér. Chuchuichupa-fjöllin voru ekki eldfjöll, svo að engar líkur gátu bent til þess, að þau færu allt í einu að bæra á sér. Hitt, sem hann skynjaði, hlaut, að áliti hans, einnig að vera misskynjun. Honum fannst, að tvær brennheitar varir snertu við gagnauganu á sér. Miklu þægilegri til- finning en landsskjálftinn, en engu að síð- urjafn undraverð. Hann hafði enga hugmynd um, hve lengi hann lá í þessari leiðslu — ef til vill sek- úndur, ef til vill mínútur, — en að lokum opnaði hann augun, og það fyrsta, sem hann sá, voru tvö augu tárvot og kvíðafull, sem voru fast hjá honum. „Jay —?“ sagði hann spyrjandi. „Er það — eruð það þér?“ „Já ...“ hvíslaði hún óttaslegin. „Hvernig líður yður? Kennir yður mikið til?“ Curzon vissi ekki almennilega, hverju hann átti að svara. 1 fyrsta lagi var hon- um ekki vel ljóst, hvort honum kenndi nokkurs staðar til, og í öðru lagi vissi hann ekki, hvers vegna hann ætti eiginlega að kenna til. Honum leið í rauninni mjög vel. Höfuð hans hvíldi í kjöltu ungu stúlkunn- ar, og hann varð var við litla, mjúka hönd, sem strauk yfir hár hans. „Jay —“ sagði hann. „Já —?“ var svarað með sömu ótta- slegnu röddinni og áður. „Ég elska þig.“ Höndin hélt áfram að strjúka yfir hár hans. Hann lá grafkyrr og þorði varla að draga andann. „Kennir yður mikið til ?“ hvíslaði sama i'öddin og áður. Hann bærði varirar, en ekkert orð heyrð- ist. Aðeins andvarp. Hún laut nær honum, og eitthvað vott og heitt datt niður á kinn hans. „Ó —!“ sagði hún, og með horninu á rifna kjólnum sínum ætlaði hún að þurrka tárið burt, en hann þreifaði eftir hönd hennar og varnaði henni að gera það. Með mikilli einbeitingu viljans opnaði hann augun aftur og horfði rannsakadi á hana. „Hvað er að yður — af hverju eruð þér að gráta?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hún með lágri, snögtandi röddu. „Ég var bara svo hrædd. Það leið svo hræðilega langur tími, þangað til þér vöknuðuð aftur til meðvit- undarinnar." Hann lagðist aftur út af og andvarpaði. Það var ólýsanleg vellíðan að finna til þess- arar handar, sem hélt áfram að strjúka yfir hár hans. Hann var nú farinn að átta sig betur. „Hvað var það eiginlega, sem gerðist?" spurði hann. „Ég sló yður í höfuðið með Indíánaker- inu,“ sagði hún. „Þér misstuð meðvitund- ina af högginu." „Hvað eruð þér að segja------hvað gerð- uð þér?“ spurði Curzon. „Ég sló yður aftan frá í höfuðið með gamla leirkerinu." Þessar upplýsingar komu svo flatt upp á Curzon, að hann gleymdi blátt áfram vellíða sinni. Hann lyfti höfði og settist upp. Hann verkjaði mjög mikið í höfuðið og svimaði enn þá. En nú orðið sá hann og skynjaði allt greinilega, og hann mætti augnaráði hennar, sem í senn var kvíða- fullt og þrákelknislegt. „Hvers vegna gerðuð þér það? Það var bíræfnislegt tiltæki!“ sagði hann. „Ætluð- uð þér kannski að koma mér fyrir kattar- nef ?“ „Nei. Ég ælaði aðeins að koma í veg fyrir, að þér kölluðuð á hermennina,“ svar- aði hún. HEIMILISBLAÐIÐ 167

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.