Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 20
neinu. En hann hætti við það. Hann áleit að hún hefði sýnt honum allt annað en holl- ustu og hreinskilni. Það var að nokkru leyti henni að kenna að hann var í þessum kringumstæðum. 0g þar að auki — meðan svona miklar hættur vofðu yfir þeim og ógnuðu þeim, væri það bezt að hún héldi áfram að halda að hann væri hinn mikli ósigrandi Ruy da Luz. Það mundi gera hana öruggari. ,,En það er hálf bjánalegt að vera að tala um þetta á þessu augnabliki, eins og aðstæðurnar eru, finnst yður það ekki? Ef þér nokkurntíma sleppið héðan finnst allt af einhver möguleiki.“ „Ef við sleppum héðan,“ sagði hún mjög áköf, „viljið þér þá lofa mér því að hætta þessu hræðilega líferni, sem þér hafið lif- að hingað til ? Ætlið þér að lofa mér því að fara að vinna heiðarlega og verða heið- arlegur maður? Þér hafið nóg til að bera að geta það.“ Hún leit á hann biðjandi. „Lofið mér því, Ruy — viljið þér það ekki?“ „Hvaða þýðingu gæti það haft fyrir yð- ur?“ Hann færði sig ofurlítið nær og reyndi að sjá í augu hennar. „Hvers vegna hafði þér svona mikinn áhuga fyrir hvað ég geri?“ „Hvers vegna hef ég áhuga fyrir því . . . ?“ Hún sat og neri saman höndunum, og starði út yfir fjöllin. „Það veit ég ekki,“ bætti hún við einkennilega lágt. „Þér vitið það, að ég elska yður, Jay?“ mælti Curzon með rólegasta málróm sem heimurinn á ráð á. Hann sá að hún kipptist við, en andlitið sneri frá honum, og hann gat ekki með nokkru móti gizkað á, hvernig svipurinn væri. Það liðu nokkrar sekúndur eða jafn- vel mínútur, að minnsta kosti fannst hon- um það eilífð, áður en hún svaraði. „Þér hafið þekkt mig í tvo sólarhringa," sagði hún með lágum, jafnvel hvíslandi málróm. Hann var kominn á fremsta hlunn með að segja, að hann hefði þekkt hana miklu lengur, að hún hefði sífellt staðið honum fyrir hugskotssjónum, síðan í kránni í Col- orado. En hann áttaði sig. „Já,“ sagði hann og ef við eigum eftir að vera saman aðeins tvo sólarhringa í viðbót, er ég hræddur um að ást min á yður muni einna helzt nálgast hreina ör- vílnun. Þér eruð ekki lengi að gera einn mann ringlaðan." „Ég get ekki þolað að þér talið svona við mig,“ sagði hún. „Ég þoli það heldur ekki sjálfur,“ svai’- aði Curzon. „Einkanlega ekki, þegar ég hugsa til þeirrar gildru, sem þið Hei-mína lögðuð fyrir mig í húsi prestsins. Því gleymi ég áreiðanlega aldrei. Og ég vildi óska þess, að ég bæri ekki þær tilfinning- ar til yðar, sem ég geri. Ég vildi gefa mikið til að ég væri ekki ástfanginn í yður.“ „Og þér haldið alltaf að þér séuð giftur Hermínu ?“ „Já, því er nú ver,“ andvarpaði hann. „Og svo vogið þér yður að tala við mig eins og þér gerðuð áðan?“ „Voga? Já, hvers vegna ekki? Ég gæti sagt það eins þótt Hermína hlustaði á. Það er sannleikur, sem ég sagði — að ég elska yður, Jay. Það verður ekkert leyndarmál." „Þér kvæntust Hermínu af því að hún var rík,“ sagði Jay stutt í spuna og með fjarlægri röddu. „Þér hélduð, að þér gæt- uð krækt í nokkum hluta af auðæfum Garza Amors — ef til vill allt óðalið —- með því að neyða hana til þess að giftast. Þér .. . “ Hún hætti við setninguna, eins og kökkur væri í hálsinum á henni, sem varnaði henni að tala. „Nei — ég vil ekki heyra eitt orð frá yður meira. Eg harð- banna yður að tala við mig eins og þér gerðuð fyrir stuttu síðan.“ „Hvað meinið þér með þessu?“ spurði hann reiðilega. „Þér vitið fullvel, að ég var neyddur inn í þetta hjónaband. Ég átti 164 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.