Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Síða 4
við, að músarrindill hafði gert sér hreið- ur í körfunni, og hið næsta ár leit önnur kynslóð músarrindla dagsins ljós í sömu körfu. Að vetrinum stóð húsið mannautt og öllum dyrum var lokað, en þegar ég dag nokkurn í apríl kom þarna uppeftir og opnaði aðaldyrnar, þaut músarrindill á móti mér fram eftir ganginum. Hann hélt áfram gegnum tvö herbergi, og það var engu líkara en hann flygi gegnum lokað- an gluggann! Þegar ég gaumgæfði nánar, sá ég, að örlítið skotgat var á einni rúðunni — stráklingur hefur sjálfsagt verið í byssu- leik og reynzt nokkuð ógætinn — og af- leiðingarnar voru þær að gat var komið á rúðuna rétt mátulegt fyrir þumalfingur. Þegar litli brúni fuglinn hafði komizt að raun um, að búið var að útiloka hann frá heimili sínu, hafði hann leitað og leitað eftir annarri leið til að komast inn, og ekki gefist upp fyrr en hann fann þessar leynidyr. Inn um þetta egghvassa op hafði honum tekizt að brjótast með strá og fjaðr- ir í hreiður sitt og beitt við það útsjónar- semi og þolgæði, sem sérhver maður hefði mátt öfunda hann af. Dag nokkurn var ég á veiðum með hunda og var staddur um tvö hundruð metra frá þéttu kjarri. Við hliðina á mér stóð leið- sögumaður minn, roskinn náungi, sem ég átti brátt eftir að komast að raun um að áleit hið „dularfulla" í lífi dýranna alls ekki svo dularfullt. Þar sem nú hunda- stóðið kom geltandi gegnum þéttan lág- skóginn sá ég allt í einu stórvaxinn hjört með mikla krónu, sem birtist í jaðri hins þétta skógarkjarrs. Hann hvorki hljóp né gekk, heldur virtist líöa, áfram, hljóðlaust og án nokkurrar fyrirhafnar. Skyndilega nam hann staðar og sperrti eyrun í fullri hæð. Hæg golan stóð í áttina til mín, þannig að ég vissi, að hann hafði ekki fundið neina lykt frá okkur; við stóð- um líka faldir á bakvið hávaxin tré. „Hvers vegna stendur hann svona graf- kyrr, úr því að hann veit að hundarnii eru alveg á hælum hans?“ hvíslaði ég að leiðsögumanni mínum. ll „Hann er að lesa á bók natturunnai, hvíslaði leiðsögumaðurinn á móti. Og þannig var því líka varið: Hjörtur- inn gaf sér tóm til að gaumgæfa allar að- stæður, áður en 'hann tók ákvörðun, sem hann vissi að þýddi líf hans eða dauða. Og síðan greip hann til bragðs sem kom mel gersamlega á óvænt, og hafði ég þó stund- að villidýraveiðar í nærfellt hálfa öld. Hjörturinn lét sig hníga hægt og hægt niður í gult kjarrið, og að lokum var hann orðinn ósýnilegur. Það var eins og hann beinlínis sykki niður í lággróðurinn, krón- an og allt saman, unz ekkert sást. Það vai nánast óskiljanlegt hvernig þetta stol'- vaxna dýr gat gert sig ósýnilegt í hávöxnU grasi, en það gat það engu að síður. „Hvað hefur hann nú í hyggju?“ hvísl aði ég til leiðsögumannsins. „Hann hefur lesið það í bók náttúrunn- ar hvernig hann getur haft okkur að fífl' um,“ svaraði hann. Eg þóttist næsta viss um, að eftu’ skamma stund myndu hundarnir hrekjn hjörtinn í áttina til okkar. En þegar þe11' að fimm mínútum liðnum voru komnir a vettvang, greip leiðsögumaðurinn í hand- legginn á mér. Lengst úti, á vinstri hönd, gaf að líta tígulega krónu hjartarins bsei'- ast yfir grastoppunum. I skjóli lággróð- ursins hafði honum tekizt að fara í stor- an sveig umhverfis okkur. Það var ekk1 fyrr en hann var kominn í um það bil 300 metra fjarlægð og langt frá hundahópn- um, að hann spratt á fætur og hvarf 11111 í laufþykkni skógarins. Dag nokkux-n þegar fljótið óx yfir alla bakka, fór ég ásamt ráðsmanni mínun1 niður á óshólmana til þess að athuga hvoi't við gætum bjargað þar nokkrum skepnun1 sem höfðu orðið umflotnar vatninu. 148 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.