Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 15
sem hann héldi hjá sér til þess að þvinga
lausnarfé út úr þeim, og það væri til eins
slíks, ógæfusams fórnardýrs, sem dósin
fetti rætur sínar að rekja.
,,Ég gæti miklu frekar haldið, að hér
væri einhver maður, sem hefði heyrt eða
séð okkur koma og vildi vekja athygli okk-
ar á sér með því að henda frá sér niður-
suðudósinni," sagði Jay.
,,Hvers vegna kallaði hann þá ekki held-
ur til okkar?“ spurði Curzon.
,,Það hefur hann ef til vill ekki getað,“
svaraði Jay. „Ef hann skyldi nú til dæmis
vera keflaður . . . “
„No-oh, þér haldið, að Ruy da Luz
geymi fanga hérna í fjöllunum, bundna og
keflaða, tja — það getur annars vel verið,“
svaraði Curzon háðslega.
„Já, en hvað er þá orðið af þessum
manni?“ spurði Jay.
„Þessum með niðursuðudósina? Það veit
ég ekkert um. Hvernig ætti ég að vita
það ? Hann heldur sig ef til vill hærra uppi
í fjallinu.“
Jay Coulter horfði á hann studarkorn
með einkennilegum og íhugandi svip. Svo
sneri hún sér undan.
„Ég ætla að athuga, hvort ég vei’ði nokk-
urs vör,“ sagði hún.
í fyrstunni höfðu þau haldið, að hellir-
inn væri aðeins einn einasti stór geimur,
en við nánari eftirgrennslan fundu þau
hvefldan gang, sem var hogginn inn í aft-
urvegginn og lá — já, það var engin leið
að láta sér detta í hug, til hvaða neðan-
jarðardjúpa hann lægi. Opið var á að gizka
tveggja metra breitt og svo hátt, að hægt
var að ganga inn um það, án þess að beygja
höfuðið.
Jay hugsaði sig ekki um eitt augnablik.
Hún gerði sig líklega til að fara inn í þenna
skuggalega gang, en Curzon greip í hand-
legginn á henni og varnaði henni að fara.
„Bíðið þér dálítið," sagði hann. „Það er
hezt, að ég fari á udan. Það er aldrei hægt
að vita, hvað óvænt getur að höndum
borið.“
Hann gekk varlega inn um skuggalega
opið á ganginum.
1 því kolniðamyrkri, sem hér var, sást
ekki handaskil, og Curzon þreifaði vand-
lega fyrir sér við hvert skref, sem hann
tók, með því að þukla með höndunum á
hálum hamraveggjunum. Jay gekk fast á
eftir honum, hún gat ekki séð hann, en
alltaf öðru hvoru rétti hún úr handleggn-
um og snerti við honum.
Loftið var einkennilega hreint í þess-
um afskekkta gangi, og þegar þau gengu
áfram, urðu þau vör við hressandi svala,
sem hlaut áreiðanlega að vera dragsúgur.
Það gaf aftur á móti til kynna, að úr þess-
um neðanjarðargangi væri sund út undir
beran himin.
Þau héldu áfram hinni varlegu göngu
sinni gegnum myrkrið, og Curzon hafði
talið urn þrjátíu til fjörutíu skref, þegar
allt í einu blasti við grár og fölleitur ljós-
blettur. Skömmu seinna beygðu þau fyrir
ávalt horn, og allt í einu brauzt glaða sól-
skin dagsins á móti þeim og blindaði þau
með birtu sinni. Útgöngudyr blöstu við
þeim.
„Hérna höfum við víst lausnina á gát-
unni,“ sagði Curzon. „Refurinn hefur tvær
útgöngudyr. Það líður áreiðanlega ekki á
löngu, þangað til við getum heilsað upp á
okkar óþekkta mann með iðursuðudósina."
„Skyldi Barboza þekkja þenna helli?“
spurði Jay. „Ef svo er ekki, þá hefur hann
enga hugmynd um, að hér séu aðrar út-
göngudyr, og þá getum við sloppið frá hon-
um.“
„Við skulum nú sjá til,“ sagði Curzon
efagjarn. „Ég get ekki neitað því, að ég
hefði gaman af því að leika illilega á þenna
þorpara einu sinni enn.“
„En hvað þetta er ófélagslega talað af
yður!“ sagði Jay Coulter þurrlega.
Curzon hló.
heimilisblaðið
159