Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 29
Hundurinn Tryggur Einu sinni bjó kona í fátæklegum bæ uppi í sveit, með honum Knúti litla, drengnum sínum.Hún hafði það sér til at- vinnu að gjöra hreint fyrir fólk, en hún var líka vel að sér í matreiðslu. Nú var hún lengi búin að vera sjúk og skuldaði svo mikið, að ekki var annar kostur fyrir hendi en að selja bæinn. Þau hefðu nú reyndar ekki séð svo mjög eftir því, mæðg- inin, ef þau hefðu nokkurs staðar átt höfði sínu að halla annars staðar, því að bærinn var orðinn gamall og lélegur, svo að nærri lá, að hann hryndi ofan yfir þau; en nú voru eigi önnur úrræði en að lenda á sveit- ina, en fyrir því kviðu þau bæði, eins og dauða sínum. En þó var það annað, sem Knútur litli var enn hræddari um, og það var það, að þeir yrðu þá líklega að skilja, hann og stóri hundurinn Tryggur. Honum var gefinn hvolpurinn, þegar hann var hvolpagi. Háskólakennari einn,, sem bjó þar skammt frá á sumrum, gaf honum hann, því að Knútur litla hafði farið marga sendiferðina fyrir kennarann og hjálpað honum með ýmsu móti. Knútur hafði mestu mætur á tík, sem kennarinn átti, og kennarinn hafði sagt, að ef hún eignaðist einhvern tíma hvolpa, þá skyldi hann gefa honum hvolp. Og á næsta ári var Knúti svo sendur lítill og loðinn hvolpur, og þá æpti Knútur upp yfir sig af fögnuði, svo fannst honum hann vera óviðjafnanlega fallegur. Hvolpurinn var undir eins kallaður Tryggur, og tryggur varð hann. Hann elsk- aði Knút litla og mömmu hans, og þau höfðu aldrei átt trúrri varðhund. Hann óx nú upp og varð geysistór. Ná- grannarnir stungu oft saman nefjum um, að það væri nú mikið, að svona fátæk kona skyldi hafa efni á ala svo stóran hund; þeim fannst, sem hann hlyti að éta þau út á húsgang. Og þau höfðu oft lítið að borða, en Tryggur fékk alltaf fylli sína, því að heldur vildu þau mæðgin fara svöng að hátta sjálf, en að Tryggur legðist svang- ur í bólið sitt. Einu sinni þegar Knútur kom heim úr skóla, sat mamma hans grátandi heima. „Hvað gengur að þér, hjartans mamma míri?“ spurði Knútur óttasleginn. „Hann Rasmussen kom hingað í dag, og sagði, að ef hann fengi ekki peninga sína innan fárra daga, þá tæki hann bæinn upp í skuldina. Og nú eigum við hvergi víst, því að ég er félaus; ekkert liggur fyrir nem.a sveitin.“ Þá fór Knútur litli að gráta líka. „Sveitin! Æ, þá fáum við ekki að hafa Trygg með okkur.“ Rétt í þessu var drepið á dyr, og Trygg- ur gelti hátt. „Lokaðu Trygg inni í eldhúsinu, elsku drengurinn minn,“ sagði mamma, „því ef það er einhver ókunnugur, þá er hann vís til að rjúka í hann.“ Og komumaður var ókunnugur maður, prúðbúinn, og sagði, að sig langaði til að tala við konuna. Húsfreyja bað hann að ganga inn. Spyr þá maðurinn hana, hvort hún vilji ekki 'Selja sér hundinn, sem legið hefði á bæj- arhlaðinu hjá henni í gær, ef hún annars ætti hann. Hann hafði daginn áður ætlað að spyrja hana um það, en þá lá nærri að Tryggur rifi hann í sig, þegar hann kom heimilisblaðið 173

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.