Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Page 31

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Page 31
aldrei orðið kátur upp frá þessu, nei, aldr- ei! Hann vann það, sem hann átti að vinna, og sótti skólann eins og áður, en kátur var hann aldrei. Fáum dögum síðar en Tryggur kom í nýju vistina, ók herramaðurinn út sér til skemmtunar með fólki sínu og vinnuhjúum. „Nú getum við óhult farið að heiman,“ sagði herramaðurinn, „Tryggur leyfir eng- um ókunnugum aðgöngu.“ Og það gerði Tryggur heldur ekki; en þegar herramaðurinn kom sjálfur heim klukkan ellefu um kvöldið, þá vildi Trygg- ur ekki fremur leyfa honum aðgöngu. Hann kom æðandi á móti þeim, þegar þau luku upp hliðinu, svo að þau urðu að hörfa undan hið bráðasta. Þau kjössuðu hann þá og lokkuðu með öllu móti, en það kom fyrir ekki. Þau létust þá ætla að kasta í hann steini, en Tryggur var hvergi smeyk- ur, heldur varð hann þá enn reiðari. „Hvernig í ósköpunum eigum við að fara að þessu?“ sagði loks herramaðurinn. „Við getum. þó ekki staðið hérna alla nóttina.“ „Við skulum senda eftir drengnum, sem seldi þér hundinn,“ sagði frúin. Þeim Knúti og mömmu hans varð held- ur bilt við, þegar barið var að dyrum hjá þeim svona seint. En þegar Knútur heyrði hvað um var að vera, þá þarf víst ekki að efast um, að hann hafi verið fljótur að henda sér í fötin og snarast út. Hann hafði ekki kunnað við að fara svona fljótt til að sjá vin sinn Trygg, þó að hann mætti, en nú, þegar honum. gafst svona óvænt færi á því, þá var hann alveg í sjöunda himni af fögnuði. Hann heyrði grimmdargeltið í Trygg langar leiðir, en óðara en Tryggur heyrði málróm Knúts, þá varð allur annar blær á gelti hans. Grimmdargeltið snerist í fagn- aðargól, og hann varð allur annar útlits. Það var hjartnæm sjón að sjá þá Knút og Trygg hittast. Knútur kraup á kné við hliðina á vini sínum, þrýsti stóra loðna hausnum á honum. upp að brjósti sér og kjökraði af sorg og gleði. Þau stóðu öll grafkyrr og gleymdu allri hræðslu. „Það er synd að skilja þá,“ sagði frúin við mann sinn, með tárin í augunum. Láttu hann fá hundinn aftur.“ „Já, en Kæra Katrín mín, ég er búinn að gefa 300 krónur fyrir hann,“ sagði herramaðurinn dræmt, „og svo geturðu nú ímyndað þér, að ég er tregur til að sleppa svona frábærum varðhundi.“ „Já, en það kemur ekki að neinu haldi, fyrst hann vill ekki hleypa okkur inn sjálf- um.. En ég held, að mér hafi dottið ráð í hug. Þú skalt biðja drenginn og móður hans að koma á morgun. Og láttu hann svo fá að hafa hundinn heim með sér í kvöld.“ En hvað augun í Knúti litla ljómuðu af fögnuði, þegar hann heyrði það, og þegar hann gekk heim á leið, þá var hann alveg frá sér numinn af fögnuði, og svo léttur á sér sem fugl á kvisti. Frúin hafði klapp- að á kollinn á honum og sagt, að hún skyldi gera gott úr þessu öllu saman. Og það varð líka, því að frúin hafði heyrt, að móðir Knúts væri svo myndar- leg í öllu; hún bauð henni því að verða ráðskona hjá sér. Hún átti svo sem ekki að vinna mikið sjálf, heldur hafa yfirum- sjón með öllu í húsinu. Þau Knútur fengu sitt herbergið hvort, svo björt og yndisleg, og kaupið var meira en móðir Knúts hafði nokkurntíma getað í hug komið. Knútur dansaði við hliðina á móður sinni, en Tryggur hljóp fram og til baka, geltandi. Þá varð móður Knúts litið upp í heiðbjartan sumarhim.ininn og þakkaði Drottni fyrir það, að hann hafði bjargað henni úr nauðum hennar. Nú saknaði Tryggur einskis framar, þó að hann væri kominn í nýja vist. Hann svaf í herbergi Knúts á hverri nóttu; en hann gætti þess jafn vel og áður, að eng- HEIMILISBLAÐIÐ 175

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.