Jólabókin - 24.12.1910, Page 10

Jólabókin - 24.12.1910, Page 10
10 lesa i Jónsbók. Fór eg mér hægt að öllu. Held- ur varð nú kvöldið samt langt. Út vildi eg ekki fara, og ekki átti eg von á gestum og langaði ekki heldur til að fá þá. En svo mintist eg þess, að kveikt mundi vera uppi á lestrarsalnum, og þang- að væru nú kvöldblöðin komin. Fað stóð heima. Auðvitað var þar mannlaust. Settist eg niður við endann á langa borðinu, og sneri bakinu að dyrunum fram í söngstofuna, og fór að lesa. Eitthvað hljóð barst mér þá að eyra fráhurð- inni. Eg leit við og sá engan. Jú, upp laukst hurðin lítið eitt, og andlit kom í gættina, og skim- aði. Höfuðið færðist síðan inn, og gesturinn heils- aði í dyrunum, nærri þvi með óþarfa kurteisi. Gesturinn spurði um Andersen. »Hvaða Andersen?« spurði eg á móti. »Er það dyravörðurinn, eða sá og sá stúdent?«. Þeir voru einir 3 eða 4 á Garði með því nafni. Eitlhvað tal varð úr þessu, og lieyrði eg strax að þessi náungi þekti ekkert til og liafði bara spurt út í loftið. Leit eg af lionum og fór aftur að lesa. Betur kunni cg þó við að vita hann farinn, og lagði eyrun við og beið þess, að liallað væri aftur hurðu og heyrðist fótatakið út og fram. Skóhljóð lieyrði eg ofurlágt, og ekki um að villast. Maðurinn var að læðast að mér. Pað fór svolítið um mig, og eg sneri mér við. Maðurinn

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.