Iðunn - 01.01.1885, Síða 22

Iðunn - 01.01.1885, Síða 22
16 Grllll. alt saman, gull ok silfr ok mold« .. »Síðan ganga þeir á hanginn, ok tóku fje sem mest máttu þeir, ok báru í klæði sín; fylgdi þar mold mikil, sem ván var«. — þórir gat komið við brögðum að hafa sig undau manngjöldum fyrir Karla og öðrum útlát- um fyrir misverknað sinn, stökk síðan iir landi og á fund Knúts konungs á Englandi. »Kom þá þat upp at þórir hafði þar of lausafjár, hafði þar þat fé alt, er þeir höfðu tekit á Bjarmalandi hvárirtveggju ok Karli«. Menn þykjast og vita, að gullnám hafi verið stundað í Rússlandi frá því það byggðist; en ekki vita menn til að kveðið hafi að því til mikilla muna fyrri en á öld- inni sem leið. þá fannst.árið 1743,allmikið gull nálægt Jekatherinenburg, og 1821 fannst gullnáman við Beresow. I upphafi þessarar aldar nam það hjer um bil l^- milj. króna virði, sem fjekkst af gulli á Rússlandi alls á ári. Arið 1814 fannst gullkennd æð í Uralfjöllum, er náði um 17 breiddarstig, og á tímabilinu frá 1814 til 1830 fengust þar 295,000 pd. af skíru gulli. Síðan fannst árið 1830 gullsáld f jörðu í Síberíu lijer og hvar á viðlíka stóru svæði og Erakk- land er allt. þar fjekkst á einu ári, 1843, sem svaraði 45 milj. kr. í skíru gulli. Eám árum síðar fannst gullsandur í jörðu í fjöllunum Altái [Gull- fjöllum] f Síberíu ; þar fengust 9,000 pd. af skfru gulli á ári. — þetta allt var undanfari meiri tíðinda skömmu síðar. Meðan þetta gerðist á Rússlandi, höfðu Banda- menn f Norður-Ameríku tekið sjor fyrir hendur að gera sjer leit eptir gulli í jörðu hingað og þangað um sína miklu landareign. það lánaðist áður langt um leið, þótt litlu næmi framan af. Fannst þar

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.