Iðunn - 01.01.1885, Síða 25

Iðunn - 01.01.1885, Síða 25
Ghill. 19 aianna, er ferðast skyldi vestur og rannsaka, livað hæft væri í þessum ósköpum. þegar nefndin hafði lokið erindi sínu, ljet stjórnin birta skýrslu hennar, og fannst þá flestum mikið um, þeim er áður höfðu lítiltrúaðir verið. |>ar báru það greindir og gætnir kaupsýslumenn og í fullri alvöru, að næsta ár mundi mega fá í Kalí- forníu með hægu móti 220milj. kr. virði í gulli. Fram- burð slíkra manna tjáði ekki að rengja, og áttu þó margir bágt með að trúa því, að hjer væri ekki eitt- hvað orðum aukið, þar til er sjón varð sögu ríkari áður langt um liði. Slik ógrynni auðæfa höfðu aldrei fyr verið fram leidd úr skauti jarðarinnar á jafn- skömmum tíma. Hin mestu gulllönd í heimi, er verið höfðu áður, Rússland og Suður-Ameríka, kom- ust ekki bæði saman í hálfkvisti við þennan jötun. En óðara en almenningur var búinn að átta sig til fulls á þessum ósköpum, bárust þau tíðindi af öðru horni veraldar, frá Astralíu, að þar væri fund- in önnur gulluppspretta, viðlíka stórkostleg og þó öllu meiri. Hafði þar fundint árið 1851 sunnan og austan áNýja-Hollandi, í Nýja-Suðurwales, gullland, viðlíka stórt og það í Kalíforníu, og innan skamms fannst enn fremur gull í jörðu á ýmsum stöðum í annari nýlendu þar á sama meginlandi, Yiktoríu. í>ar með varð þetta afskekkta eyland, er hinn monnt- aði heimur hafði litið smáum augum til þess tíma, allt í einu orðið annað hið fyrirhoitna land nítjándu aldar. I'ar hafði um langan tíma verið byggð útlagra stór- 'jrotamanna hjeðan úr álfu, nokkurs lconar Ódáða- 1*

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.