Iðunn - 01.01.1885, Síða 26

Iðunn - 01.01.1885, Síða 26
20 Gull. hraun, er ýmislegt afhrak veraldar safnaðist f, það er landhreinsun þótti að annarstaðar. þó er þess að geta, að ekki var það öllum fullkomin nýlunda, að gullið fannst þar í Ástralíu. Svo er sagt, að rúmum tuttugu árum áður, eða 1830, hafi saka- maður einn, er þar var, komið einhverju sinni með gull- snúð allmikinn, er hann ljezthafa fundið einhverstað- ar fjarri mannabyggð, og sýndi umsjónarmanni þeim, er yfir hann var skipaður. Var lítill trúnaður lagður á sögu þessa í fyrstu; en er hann ól jafnan á því máli og stóð fastara á því en fótunum, að hann hefði satt að mæla, var farið og rannsakað þar sem maðurinn vísaði til, að hann hefði fundið gullið. Bn þar fannst þá enginn hlutur, og lauk svo, að maðurinn var liýddur fyrir þjófnað, með því að nú þótti enginn efi geta á því leikið, að gullsnúðurinn væri bræddur úr stolnum gullpeningum. Maður þessi var hengdur síðar meir, fyrir stórvægilegt ó- hlýðnisbrot, og þar með var sá leyndardómur aptur fólginn. 1 annan stað kom einhverju sinni upp sá kvittur, að einhverjir menn, er enginn vissi deili á, kæmi við og til bæjar í Sidney, höfuðborgarinnar í Nýja-Suðurwales, og seldu þar Gyðingi einum gull við gjafverði; en Gyðingurinn gerðist stórauðugur. jþað bar og til einhverju sinni, að ölvaðir verkamenn einhverjir þar í borginni gerðu skraf um nýjar gull- námur einhverstaðar eigi all-langt þaðan ; en er þeir voru spurðir um það algáðir, vörðust þeir allra tíð- inda og ljetu sem hjal sitt mundi hafa verið höfuð- órar oinir. Árið 1840 hafði Strelitzsky greifi með sjer hingað í álfu gullsand frá Astralíu; hafði farið þess á leit við nýlendustjórnina þar syðra, að húo

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.