Iðunn - 01.01.1888, Page 9
Frelsislicrinn.
3
I’jallið fyrir ofan -Skarð var allliátt, og bratt þeg-
ai' upp á það koin ; upp undan bænum var skarð
i fjallið alldjúpt, og snarbratt að á báðar hliðar;
ur þessu skarði fúll Skarðsá niðr hjá bæjarveggn-
um í Skarði, og skifti túuinu í tvo jafna hluti. •
það var almæli, að það væri sérlega fallegt á
Skarði; fjörðrinn bla3ti við bænum, og faðmaði
nesið eins og máttug verndarvættr; til útnorðrs
téku saman himinn og haf, enn á móti risu vestr-
fjöllin hátt, og báru mjög fagrlega við loft; enn
fallegast var þar þó, þegar blæjalogn var, og fjörðr-
mn lá dauðr eins og risavaxinn spegill millum fjall-
anna ; þá skapaðist nýr heimr, sem stóð á liöfði,
niðri í sjónum ; það var eins og ímynd þeirra töfra-
heima, sem þjóðsögurnar hafa skapað sér niðrí í
jörðunni.
/
A þessari stundu var yndislega fallegt úti; tungl-
ið var í fyllingu, og kom upp í miðju skarðinu;
það var dimt fyrir utan og sunnan, enn breið, björt
°g fögur tunga lá neðan alt nesið og heim hjá
bsenum, þar sem bláljóst tunglsljósið lék um nes-
ið og túnið ; það var dúnalogn, og stafaði í sjóinn ;
fjörðrinn var kolblár og stirndi í hann í einstöku
stað; það voru stærstu stjörnurnar, sem spegluðust í
sjávardjúpinu.
ðfir norðrloftið lágu ljósgrá skýjadrög, enn að öðru
var himininn alheiðr.
öll náttúran hvíldist; hvorki heyrðist þytr af
minsta andvara, nje gjálfr í báru við fjöruna ; far-
fuglarnir voru farnir á burt til syðri og hlýari landa;
heimafuglarnir íslenzku voru sofnaðir.
1*