Iðunn - 01.01.1888, Side 14
8
Jónas Jónasson:
fyrir þrœla,— þræla, segi eg, til þess að pressa út
af oss gjöld, tolla og skyldur, enn neita oss um
allan rétt annan, kýla mörvambir höfðingjanna, enn
láta heilar sveitir syelta, og níðast svoleiðis á okk-
ur, eihs og hestaníðingar á bykkjum; enn svona
má það ekki vera lengr; vér erum eins góð þjóð
eins og Danir ; það er ekkert betra blóð í Dansk-
inum enn í oss; vér erum alment miklu gáfaðri og
meiri menn enn þeir, höfum ekkert gert þeim, og
því ættu þeir að gera svo vel og lofa oss að vera
menn með frelsi og öllum réttindum, eins og þeir.
Enn hér þarf alt að vera danskt : danskir þjófar
embættismenn, eins og Fensmark, danskir snuðarar
eins og kaupmenn, eins og við kunnum ekki að
verzla sjálfir, og svo það sem til vantaði—: danskir
íslendingar, til þess að geta farið sem allra-verst
með oss !»
(Margir sín á milli) : »|>etta er aldeilis satt,
sem hann segir. — Skratti segist honum vel —.
Hann er held eg orðinn svo mentaðr, hann Hallr,
hann veit hvað hann fer.—Við skulum kjósa hann á
þing næst».
Menn voru farnir að hálfgarga hver frarnan í
annan ; Ilallr sá á því, að tala hans hafði vakið
nokkura eptirtekt, og fann, að það átti vel við að
halda áfram, og ryðja sig í botn með það sem hann
ætlaði sér.
Hann teygði sig því upp á hjólbörurnar, og kall-
aði stundarhátt:
»Má eg fá hljóð — eg var ekki búinn að tala út.
f>að er ótalmargt fleira, sem þarf að laga ; það þarf
ekki einungis að umstéypa allri stjórnarskránni,