Iðunn - 01.01.1888, Side 15
Frelsisherinn. 9
*
því að hún er öll saman þrælsleg frá npphafi til:
enda ; enn eg tala nú um það seinna betr, þó að
það verði kannske ekki á þessum fundi. Vér þurf-
um fleira frelsi enn pólitiskt frelsi — við þurfum
líka hugsunarfrelsi, og málfrelsi; eg hefi lesið um.
það í danskri bók, að sá hugsunarþrældómr, sem
liggi svona eins og bjarg á þjóðinni, sje prestun-
um að kenna ; þetta var víst svo, enn nú kann að'
vera öðru máli að gegna. Islú er víða svo, að þeir
eru ekki til annars enn hirða tekjur sinar ; því er
betr — menn eru nú alment hættir að trúa því,
sem þeir segja, nema kannske einhver hjartveik
kerling eða svoleiðis aumingja fáráðlingr. Enn hvað
eiga þeir þá að gera, þegar svo er komið ? Eigum
vér að hafa þá til þess að liirða þessar vinsælu
tekjur þeirra? Ef svo væri, þá væri nær að sópa
slíkum öhnusuþeguum burt úr sveitinni, og skjóta
heldr tekjum þeirra samau til þess að styrkja eitt-
livert þarft og þjóðlegt fyrirtæki, t. d. að senda
mann til Ameríku til þess að kynna sér stjórnar-
hættina þar. Eg fyrir mitt leyti væri ekki á móti
því, að hafa svo sem einn prest í sýslu til þess að.
jarða og skíra börn, ef þess endilega þykir við
þurfa ; enn kirkjugiftingar vil eg engar hafa ; borg-
aralegt hjónaband bara og ekkert annað. þeir hafa
því ekkert að gera ; þegar trúin er dauð og mess-
ur komnar úr móð, nema svo sem tvisvar þrisvar
á ári, eins og í sumum sveitum — hvað á þá að>
bera þenna prestagrúa ? þegar mæniás og máttar-
viðir er fúið burt, á þá að skylda veggina til þess
að halda uppi þakinu ? þegar trú og kirkjurækni
er dauð og þjóðiu orðin svo upplýst, að húu þarf