Iðunn - 01.01.1888, Page 16
10
Jónas Jónasson:
þess ekki við—á þá að skylda hana til þess að leggja
slíkt á sig, að ala slíka menn ? Eg segi því með öllum
útlendum framfaramönuum : »Burt með alla presta
og allan barnalærdóm»; engiun hlutr er óþarfari og
óþokkaðri meðal barna enn kverið, þetta kalda
trúargreinastagl, sem öllum leiðist, og enginn vill ;
eg segi því hátt livar sem vill: burt með prestana,
burt með lærdómskverið, því að þetta hvorttveggja
drepr hugsunarfrelsi manna !»
Undir þessum hluta ræðunnar störðu allmargir
hálö’orviða á Iiall; þaö voru miklu færri kunnugir
þessum öfgum í frelsishugmyndunum enn í fyrra
hlutanum var, enn eftir drykklanga þögn hófu
nokkurir enna yngri manna upp röddina og
sögðu :
»Já, burt með prestana og kverið !»
Enn ein rödd öldruð hóf sig hátt upp, og
sagði :
»Enn hvað á að koma í staðinn ?»
»það er hægt að finna það ; eg nefndi áðan að
senda mann til Ameríku til að kynnast þar stjórn-
arháttum manua, til þess að vér Islendingar get-
um fengið tækifæri til að kynnast því, að menta
oss sjálfir undir það að eiga með oss sjálfir ; enn
sleppum nú því; liann er oss nógu óþolandi, þessi
prestaskattr, enda eru menn nii farnir að sýna það
í verkinu með því að tregðast við að gjalda, sem
von er til; öll brauð á landinu munu gera fram-
undir 200,000 kr.; helmingrinn af því ætti að falla
niðr, enn hinum helmingnum ætti að verja til þess
að menta alþýðuna; eg hefi oft hugsað uin það,
að það ætti allir unglingar eða börn að vera skyld-